Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 7

geta hugsanlega orðið átök ef þeir eru af sama kyni. Þegar fyrri hundur er tík og rakki kemur inn á heimilið mun hún láta hann vita að hann verður að hlýða nei-i. Rakki er mun opnari fyrir að fá tík inn á heimilið sitt. Þetta þekkja ræktendur. Til dæmis er mun betra að koma með tík heim til rakka til mökunar en öfugt. Tík kann að meta rakka sem er sterkari en hún því hann getur verndað hana. Ef rakki virðir ekki tík og riðlast á henni og hlýðir henni ekki þegar hún bannar honum, er mögulegt að þeim henti ekki að búa saman. Hann á að hætta strax og ekki slást við hana. Þegar hundarnir hittast í fyrsta skipti er best að vera mjög rólegur og gefa þeim tíma. Sumir hundar þurfa tíma til að kynnast nýjum, alveg eins og mannfólkið. Best er að gera það á hlutlausu svæði en fyrri hundur má ekki hafa tilkall til svæðisins. Hægt er að kynna þá með girðingu sem sést á milli og leyfa þeim að vera lausum þannig. Ef hundarnir þurfa að vera í taumi er betra að hafa taumana langa eða láta þá hanga lausa. Þegar hundarnir fá svo að vera lausir er skilyrði að fyrri hundurinn sé hlýðinn og láti algjörlega að munnlegri stjórn. Þá er líka hægt að hafa eldri hundinn lausan og hvolp í taumi. Ef nauðsynlegt er að kynna þá innandyra er gott að hafa þá í sitthvoru búrinu og leyfa þeim að sjá hvor annan með fjarlægð á milli búranna. Síðan, þegar þeir eru orðnir alveg rólegir, er hægt að hleypa öðrum hundinum út og síðar, þegar þeir eru orðnir rólegir þannig, er hann settur aftur inn í búrið og hinum sleppt út. Þannig geta þeir á öruggan hátt skoðað hvor annan, fundið lyktina hvor af öðrum og kynnst. Þegar báðir hundar eru orðnir afslappaðir er hægt að hleypa báðum lausum út úr búrunum. Gott er að hafa herbergið stórt vegna þess að því meira sem þeir geta hreyft sig, þeim mun betur gengur þeim að lesa í líkamstjáningu hvor annars. Fyrstu vikurnar er líklegt að hundarnir leiki sér mikið saman. Þeir hlaupa um og prófa hvor annan, hvor er sterkari og svo framvegis. Leikurinn minnkar svo með tímanum. Ef annar hundurinn vill ekki leika eða er ósáttur þarf að stöðva leikinn án þess að refsa hinum. Mismunandi er eftir hundum hvernig leik þeir vilja. Þægilegt getur verið að eiga tvo hunda sem geta leikið sér í afgirtum garði tímunum saman. Það minnkar þörfina á hreyfingu fyrir utan húsið en ráðlegt er að fylgjast alltaf með til að byrja með. Einnig þarf að fylgjast með hvort að báðir séu í leikstuði. Ef annar er slappur þarf að passa upp á að hann fái að hvílast. Gott er að stöðva leik milli hundanna þegar þeir eru orðnir mjög æstir og láta þá róa sig og leyfa þeim svo aftur að fara að leika. Þetta er gert á rólegan og öruggan máta með rólegri djúpri röddu. Ekki er gott að tala við hundana með háværri, skærri og æstri röddu. Að þjálfa og halda tvo hunda Til að byrja með þarf fyrri hundur að finna að hann geti alveg treyst því að nýi hundurinn sé ekki að taka neitt frá honum. Passa þarf sérstaklega upp á matartíma, bæli hundanna og útiveru. Fyrri hundurinn slakar fljótt á ef eigandi sér um að nýi hundurinn taki ekki frá honum þessa hluti. Best er að hafa reglu á hlutunum og stjórna þeim á mildan, ákveðinn og rólegan máta. Mikilvægt er að fylgjast með matargjöfunum [