Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 58

Besti öldungur sýningar Papillon C.I.B. FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing Eigandi: Ásta María Guðbergsdóttir Ræktandi: Vesa Toivanen Hún dæmdi nokkrar tegundir í tegundahópi 9, þar á meðal cavalier king charles spaniel og var ánægð með nokkra þeirra en yfir heildina fannst henni ýmislegt vanta. „Stærsta vandamálið var „pigment“ sem marga vantaði. Í staðli tegundarinnar stendur að nef eigi að vera svart en mjög margir voru með bleik nef.“ Lhasa apso voru nokkuð „venjulegir“ að hennar mati en besti hundur tegundar sýndi sig vel, var af góðri stærð og í réttu jafnvægi. Rakkinn var nokkuð góður en höfuð hans var ekki hennar „tebolli“. Annika dæmdi nokkra poodle-hunda sem voru af mjög misjöfnum gæðum. „Mér fannst leiðinlegt að sjá poodle-hunda sem voru rakaðir niður sem er ekki æskilegt fyrir tegundina. Suma vantaði rétta skapgerð en poodle-hundar eiga að vera opnir og glaðir. Ég var hins vegar mjög hrifin af bæði miniature poodle-tíkinni, sem sigraði tegundahóp 9 og toy poodle-rakkanum.“ Schäfer í góðu vinnuhundaformi Annika dæmdi schäfer sem voru margir hverjir í góðu formi en sumir þó örlítið of mjóir, að hennar sögn. „Mér fannst gaman að sjá hversu sterkir litirnir voru í feld þeirra, margir voru í mjög góðu vinnuhundaformi og flestir með frábæra skapgerð. Ég var mjög ánægð með bestu hunda tegundar.“ Labrador retriever-hundarnir voru dæmdir af Anniku en hún viðurkenndi að hafa verið áhyggjufull fyrir sýninguna því vanalega eru um fjórir til fimm sem henni finnst góðir. „Ég var ánægð með heildargæðin og fannst tíkurnar almennt betri en rakkarnir. Besti hundur tegundar var ekta labrador, með góðar hreyfingar, í jafnvægi, hvorki ýktur né of mikill og fullfær um að sinna vinnunni sem ætlast er til af tegundinni. Hann var einnig með rétta skapgerð fyrir tegundina, glaður en ekki æstur. Besta tík tegundar heillaði mig líka og var með marga góða kosti.“ „Ekta spaniel“ Tegundahópur 1 – 1. sæti Schäfer, snögghærður NLW-15 ISShCh Kolgrímu For Your Eyes OnlyHólm Eigandi/ræktandi: Sirrý Halla Stefánsdóttir Besti hundur tegundar í amerískum cocker spaniel var „ekta spaniel“ að sögn Anniku, með góða líkamsbyggingu, hreyfingar og í góðu formi. Hún dæmdi einnig nova scotia duck tolling retriever og var mjög hrifin af besta hundi tegundar sem var af réttri tegundargerð, í góðu formi og hreyfði sig eins og tegundin á að gera. Einnig var litaskiptingin falleg og skapgerðin eins og best verður á kosið. Bestu hundar sýningar í 1. og 2. sæti, ameríski cocker spaniel-rakkinn og miniature poodle-tíkin, voru dæmdir af Anniku og var hún mjög sátt með árangur þeirra. Annika tók fram að sýnendur væru almennt mjög góðir á Íslandi og sýndu hundana á „eðlilegan“ hátt. „Ungu sýnendurnir ykkar eru frábærir og eru svo eðlilegir þegar þeir sýna. Þannig á það að vera!“ „Fékk tár í augun“ Leni Finne frá Finnlandi var himinlifandi með frábært starfsfólk í hringjum, stemninguna og hve vel sýningin gekk fyrir sig. Tegundahópur 2 – 1. sæti Dobermann ISShCh RW-15 Embla Altobello Eigandi: Ómar Unnarsson Ræktandi: Malbasa Dejan Hún dæmdi nokkrar tegundir í tegundahópi 1 og var almennt sátt við gæði welsh corgi pembroke-hundanna. „Australian shepherd voru margir hverjir góðir en öldungstíkin stóð upp úr hjá mér þó hún hafi ekki verið valin besti hundur tegundar. Hún var 10 ára og hreyfði sig eins og draumur en ég fékk tár í augun að sjá í hve góðu formi hún var. Hún var ef til vill ekki með fallegasta höfuðið, enda breytist það með árunum en hún var æðisleg.“ Border collie voru, að hennar mati, af misjöfnum gæðum sem og schnauzer. „Ég dæmdi líka miniature pincher og því miður þurfti ég að gefa þrjú núll þar sem þeir voru allt of stórir miðað við tegundarstaðalinn. Eigendurnir tóku þessu þó vel sem kom