Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 57

hópur vegna þess að fólk þarf að undirbúa feldinn vikum, jafnvel mánuðum fyrir sýninguna svo hann sé í réttu ástandi. Ég var nokkuð ánægður með silky terrier sem voru margir hverjir með rétta feldgerð en feldurinn á að vera „kaldur“ viðkomu.“ Johan dæmdi úrslit í tegundahópi 4/6 en þar bar petit basset griffon vendénrakki sigur úr býtum. „Hann var af mjög góðri tegundargerð og með fallegt höfuð. Eftir sýninguna sá ég að hann er frá besta ræktanda heims í þessari tegund, sem er frá Hollandi.“ Bestu hundar sýningar Hann varð þess heiðurs aðnjótandi að dæma úrslit um besta hund sýningar þar sem sigurvegarinn var amerískur cocker spaniel-rakki sem hann var, eins og gefur að skilja, mjög hrifinn af. „Þetta var virkilega fallegur hundur, með góðan kropp og bein og sterka topplínu sem sást bæði á hreyfingu og þegar hann stóð. Skapgerðin var heillandi, algjör trúður með dillandi skott, eins og tegundin á að vera.“ Í 2. sæti var miniature poodle-tík sem var, að hans sögn, kannski ekki í miklu stuði en ef til vill hefði hún verið þreytt. „Þetta var virkilega falleg tík með frábærar hreyfingar.“ Í 3. sæti var fyrrnefndur silky terrier-rakki sem var mjög lofandi að hans mati og rétt byggður á allan hátt. Hann hreyfði sig vel og notaði eyrun á réttan hátt. „Í 4. sæti var svo þjóðarhundurinn ykkar, íslenski fjárhundurinn. Virkilega falleg tík sem hreyfði sig mjög vel. Ég var ánægður að sjá að íslensku fjárhundarnir höguðu sér almennt vel inni í hringnum núna en fyrir nokkrum árum, þegar ég dæmdi hér síðast, geltu þeir mikið sem var mjög hvimleitt. Ég tók líka eftir því að íslensku hundarnir voru mun jafnari að gæðum núna en síðast þegar ég kom.“ Aðspurður um ráð sagði hann að Íslendingar ættu að halda áfram á sömu braut. „Þið mættuð athuga betur snyrtinguna á hundunum en það er mikil vinna að halda feldinum réttum, til dæmis á terrier-hundum, og það tekur tíma að læra hvernig á að snyrta hverja og eina tegund svo hún sé í góðu sýningarástandi.“ Gæðin komu á óvart Besti hundur sýningar – 2. sæti Poodle, miniature ISCh RW-15 Kudos Lyckliga Gatan Eigendur: Ásta María Guðbergsdóttir & Mikael Nilsson Ræktendur: Mikael Nilsson & Ruby Lindeman Besti hundur sýningar – 3. sæti Silky terrier Tumastaða Askur Eigandi/ræktandi: Alda Gyða Úlfarsdóttir Annette Bystrup frá Danmörku var sammála Johan og gæði hundanna komu henni skemmtilega á óvart. Andrúmsloft sýningarinnar var sérlega gott að hennar mati og greinilegt að fólk ynni vel saman. „Unga fólkið er mjög áberandi hér á Íslandi, sem mér finnst frábært og það er greinilegt að þið sinnið ungmennastarfinu mjög vel og af metnaði.“ Þjóðarhundur Íslendinga var dæmdur af Annette og sagðist hún hafa fengið gæsahúð nokkrum sinnum meðan hún dæmdi, svo fallegir voru þeir yfir heildina. „Besta tík og besti rakki voru systkini sem kom mér skemmtilega á óvart.“ Einnig kvaðst hún mjög ánægð með siberian husky í heild. Hún dæmdi nokkrar tegundir á hvolpasýningunni og það kom í hennar hlut að dæma úrslit í báðum aldursflokkum. „Mér fannst yndislegt hve opnir og vel umhverfisþjálfaðir hvolparnir voru. Ég var Z