Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 54

að kenna heyrnarleysi dómara um.“ Svava lagði einnig áherslu á snyrtilegan klæðnað og að sýnendur tækju tillit til annarra sýnenda inni í hringnum. Valið erfitt Í yngri flokki átti Svava í stökustu vandræðum með að velja fjóra í verðlaunasæti af þeim sjö sem tóku þátt, svo hæfileikaríkir voru krakkarnir en þó var greinilegt að sumir voru reynslumeiri en aðrir. „Stúlkan sem sigraði hjá mér var með gott sjálfsöryggi og var vel undirbúin. Hún leysti öll verkefni vel og í góðri samvinnu við hundinn. Í 2. sæti var mjög hógvær stúlka með ótrúlega gott samband við hundinn sinn en hún hvarf á bak við hundinn, sem er mikill kostur. Það var greinilegt að samskipti hennar og hundsins voru mjög einlæg og góð. Stúlkan í 3. sæti sýndi mjög vel þjálfaðan hund og var með góða tækni en mér fannst vanta örlítið upp á að hún hefði meiri natni við hundinn. Í 4. sæti var svo mjög hæfileikarík og hógvær stúlka sem notaði hringinn vel.“ Í eldri flokki valdi Svava átta sýnendur sem komust áfram og fannst henni afar erfitt að velja aðeins fjóra úr þeim hópi. Í eldri flokknum sigraði stúlka, sem að sögn Svövu, virtist skemmta sér vel í hringnum, var með mjög gott samband við hundinn og lék gjarnan við hann þegar tækifæri gafst. „Hún sýndi á mjög náttúrulegan hátt og var sú eina sem þakkaði dómara fyrir.“ Í 2. sæti var stúlka sem sýndi hundinn á náttúrulegan hátt og hreyfðu hún og hundurinn sig líkt og samstillt danspar, að mati Svövu. „Í 3. sæti var sýnandi sem leyfði hundinum að njóta sín, leysti verkefnin vel og sýndi afghan-tík með stolti og á fágaðan hátt. Í 4. sæti var svo stúlka með mjög vel þjálfan hund. Hún var tæknilega mjög góð, einbeitt og brosmild.“ Ungir sýnendur Ungir sýnendur – yngri flokkur - 1. sæti Elena Mist Theódórsdóttir Ungir sýnendur – eldri flokkur - 1. sæti Hafdís Jóna Þórarinsdóttir Hvolpasýning Besta ungviði sýningar Labrador retriever Veiðivatna flugan Þjarkur Eigandi/ræktandi: Guðrún Rakel Svandísardóttir 54 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 Besti hvolpur sýningar Schäfer, snöggh. Gjósku Tófa Tignarlega Eigendur/ræktendur: Arna Rúnarsdóttir & Rúna Helgadóttir