Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 53

annað sæti í tegundahópi 8. „Þetta var tík af frábærri tegundargerð sem gæti unnið hvar sem er í heiminum.” Igor var ánægður með pug-hundana sem hann dæmdi á sunnudeginum. „Þetta voru margir hundar af miklum gæðum sem hlýtur að boða gott fyrir tegundina í framtíðinni.” Í tegundahópi 2 fannst Igor dvergschnauzer-hundarnir skara fram úr. Einnig sagðist hann hafa verið mjög hrifinn af st. bernharðshundinum sem var í fyrsta sæti. Tegundargerðin væri rétt og hann væri greinilega heilbrigður og hreyfði sig vel. Honum fannst dobermann-tíkin í öðru sæti einnig góður fulltrúi sinnar tegundar. Igor sagðist hafa verið hrifinn af afghan hound-rakkanum sem hann valdi í fyrsta sæti í tegundahópi 10. Þetta væri glæsilegur hundur sem hefði sýnt sig vel. Hinir hunda