Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 51

hafa verið hissa á að sjá hversu margir briard-hundar hefðu verið sýndir og bæði hefði öldungstíkin og ungur rakki verið af frábærum gæðum. Hún var hrifin af síðhærðum miniature dachshund sem varð í fyrsta sæti í tegundahópi 4/6, hann væri vel byggður að framan með góða yfirlínu og undirlínu. Schäfer með mikla útgeislun Liz-Beth sagðist hafa verið mjög ánægð með hundana í besta hundi sýningar. Hún hefði auðvitað verið sérstaklega hrifin af snögghærða schäfer-hundinum sem var besti hundur sýningar, hann hefði verið vel sýndur og hafði mikla útgeislun. Miniature poodle-tíkin í öðru sæti væri með dæmigerðar hreyfingar og sýndi sig vel. Ungversk vizsla sem var í fjórða sæti var mjög góður fulltrúi tegundarinnar og í góðri stærð. Hún sagðist hafa séð og heyrt að labradortíkin hefði verið mjög vinsæl meðal áhorfenda. Hún hefði verið af góðri tegundargerð en henni hefði fundist hún heldur lágfætt. Stuttur brjóstkassi vandamál Besti hundur sýningar – 2. sæti Poodle, miniature RW-15 Kudos Lyckliga Gatan Eigendur: Ásta María Guðbergsdóttir & Mikael Nilsson Ræktandi: Mikael Nilsson & Ruby Lindeman Ef litið væri til þess sem betur mætti fara virtust vera sömu vandamál hér og annars staðar, að sögn Liz-Beth. „Ég dæmdi boston terrier og franskan bolabít og í þeim tegundum er algengt vandamál að brjóstkassinn sé of stuttur. Þetta sést einnig í dachshund.” Að lokum vildi Liz-Beth minnast sérstaklega á alla ungu sýnendurna sem hefðu verið á sýningunni. Þeir sýndu marga hunda af mörgum tegundum og það væri ánægjulegt að sjá hve vel þeir hefðu staðið sig og sýnt hundana af fagmennsku. Það þyrfti að passa vel upp á unga fólkið í greininni og HRFÍ væri greinilega að standa sig vel á þeim vettvangi. Fallegir vorsteh-hundar Michael Leonard frá Írlandi var mjög hrifinn af sýningunni i heild og sagði andrúmsloftið frábært. Hann sagði að sumar tegundir væru betri en aðrar, eins og gengur og gerist í öllum heiminum. Hann vonaði að fólk sæi vel í umsögnum hans hvað honum fannst um hundana. Hann sagðist hafa gaman af því þegar hann sæi augljóslega hvaða hundar væru skyldir innan tegundanna og nefndi snögghærðan vorsteh í því samhengi en þar var ungur rakki sem bar sigur úr býtum sem átti nokkur falleg systkini sem einnig voru sýnd. „Það eru ekki alltaf meistarar sem vinna, sem betur fer því auðvitað viljum við að ungu hundarnir séu lofandi. Gott dæmi um þetta eru ungversku vizslurnar en þar voru afkvæmin betri en pabbinn sem er alltaf mjög jákvætt fyrir ræktunina.“ Michael var ekki ánægður með gæði ensks setters og sagði hundana almennt af svokallaðri vinnuhundagerð sem honum líkaði ekki en þó var einn ungur rakki sem varð besti hundur tegundar. Hann kvaðst ánægður með besta hund tegundar í írskum setter og var einnig mjög hrifinn af besta hundi tegundar í weimaraner. „Í weimaraner voru sumir hundanna of þungir og grófir en ég var mjög hrifinn af fíngerðari h [