Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 50

Besti hundur sýningar – 1. sæti Schäfer, snöggh. NLW-15 ISShCh Kolgrímu For Your Eyes OnlyHólm Eigandi/ræktandi: Sirrý Halla Stefánsdóttir Alþjóðleg sýning HRFÍ 18. – 20. september Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands fór fram í reiðhöllinni í Víðidal helgina 18.-20. september en hvolpasýning og keppni ungra sýnenda fór fram föstudaginn 18. september. Tæplega 550 hundar af 76 tegundum voru skráðir til leiks ásamt 22 ungum sýnendum. Dómarar að þessu sinni voru Liz-beth C. Liljeqvist frá Svíþjóð, Michael Leonard frá Írlandi, Adam Ostrowski frá Póllandi, Igor Vyguzov frá Rússlandi og Leif L. Jorgensson frá Danmörku. Daníel Örn Hinriksson og Sóley Halla Möller dæmdu hvolpasýninguna þar sem 112 hvolpar voru skráðir og Svava Arnórsdóttir dæmdi unga sýnendur. Höfundar: Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Guðrún Margrét Baldursdóttir Ljósmyndir: Ólöf Gyða Risten Fallegir st. bernharðshundar Liz-Beth C. Liljeqvist frá Svíþjóð sagðist hafa komið nokkrum sinnum til Íslands áður, bæði sem dómari og til að kenna á námskeiðum á vegum HRFÍ. Á sýningunni núna dæmdi hún hunda úr tegundahópum 2 og 5 fyrri daginn og 1 og 9 seinni daginn. Hún sagðist hafa hlakkað til að dæma siberian huskyhundana þar sem hún hefði vitað að hér væru frekar góðir hundar. Á sýningunni núna hefðu verið margir hundar af meistaragæðum, af réttri tegundargerð og með fallegar hreyfingar. Hún sagðist hafa verið mjög hrifin af st. bernharðshundunum, þeir væru heilbrigðir, af réttri tegundargerð og með góðar hreyfingar. „Ég veit hversu erfitt það er að rækta risategund þar sem ég rækta 50 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 nýfundnalandshunda sjálf. Þetta voru virkilega góðir hundar.” Australian shepherd af miklum gæðum Australian shepherd fannst henni einnig vera af miklum gæðum og allir hundarnir voru af svipaðri tegundargerð en í Svíþjóð væri algengt að hundarnir væru af ólíkum tegundargerðum. Hundarnir voru almennt í góðu formi, vel snyrtir og vel sýndir. Liz-Beth sagðist