Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 49

einnig siberian husky og sagði að mikilvægt væri að muna að þetta væru sleðahundar. Þeir þyrftu að hafa langt skref og hreyfa sig á einni sporaslóð. Þrír eða fjórir hefðu uppfyllt þessi skilyrði, sem væri nokkuð gott miðað við hvernig tegundin væri að þróast. Besti hundur tegundar var tík með réttar hreyfingar sem var mjög falleg. Antonio minntist á að whippethundarnir væru að verða of stórir, sem væri algengt víða annars staðar. Hann dæmdi tegundahóp 2 og sagðist hafa verið mjög hrifinn af dobermann-tíkinni, sem varð í öðru sæti en st. bernharðshundurinn hefði verið bestur. Hann dæmdi besta öldung sýningar seinni daginn og sagðist alltaf hafa sérstaklega gaman af því að dæma öldunga. Þeir hundar sem hefðu verið í hringnum hefðu verið glaðir og ánægðir og vel á sig komnir. Papillonhundurinn sem varð í fyrsta sæti var sérstaklega fallegur, að hans mati. Hann sagðist hafa verið ánægður með hundana í úrslitum um besta hund sýningar en sagðist ekki vilja nefna neina sérstaka hunda. Að lokum vildi Antonio þakka sérstaklega fyrir hversu vel hefði verið tekið á móti dómurunum og vel hugsað um þá. Skipulagið á sýningunum hefði verið frábært, eins og vanalega á Norðurlöndunum, og hann hefði verið ánægður með ferð sína til Íslands. Ungir sýnendur komu skemmtilega á óvart Denis Sabolic frá Króatíu dæmdi unga sýnendur sem komu honum skemmtilega á óvart. Hann sagðist leita eftir góðu sambandi milli sýnanda og hunds og vildi alls ekki sjá nein „vélmenni“ eins og hann orðaði það. Sigurvegarinn í eldri flokki sýndi enskan springer spaniel og sagði Denis hana mjög fagmannlega og að hún hefði sýnt hæfileikana um leið og hún kom inn í hringinn. Í yngri flokki sigraði stúlka sem sýndi afghan hound vel og af mikilli nákvæmni. „Sumir í yngri flokknum fannst mér jafnvel vera betri en margir í þeim eldri en þau stóðu sig öll mjög vel.“ Stjórn og starfsfólk Hundarækarfélags Íslands óskar öllum félagsmönnum sínum og öðrum velunnurum félagsins gl