Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 48

því þar lægi framtíðin. Honum fannst sýningarnar mjög vel skipulagðar og var ánægður með þær. Þjóðarhundurinn Hann sagðist almennt hafa verið ánægður með tegundirnar sem hann dæmdi, sérstaklega hefði hann verið ánægður með að dæma íslenska fjárhundinn. „Það er alltaf mikill heiður að fá að dæma þjóðarhundinn og í upprunalandinu er auðvitað mesti fjöldinn og mesta úrvalið.” Honum fannst tíkurnar nokkru betri í heildina en rakkarnir. Hundarnir hefðu almennt verið í góðu formi og meðal annars hefðu verið öldungar í hópnum sem hefðu verið sérstaklega vel á sig komnir, sem sýndi að tegundin væri heilbrigð. Stefan sagðist vilja benda ræktendum íslenska hundsins á að gæta betur að bitinu og tönnunum, hann hefði séð of marga hunda sem ekki hefðu verið fulltenntir. Stefan dæmdi margar tegundir í tegundahópi 2 og sagðist hafa verið sérstaklega hrifinn af st. bernharðshundunum sem voru af miklum gæðum. Fyrri sýningardaginn dæmi hann tegundahópa 2 og 10 og var sáttur við hundana sem hann valdi í sæti. Hann minntist sérstaklega á whippet-tíkina sem sigraði tegundahóp 10 og sagðist halda að hún ætti framtíðina fyrir sér. Australian shepherd sterk tegund Seinni daginn dæmdi Stefan australian shepherd og var mjög ánægður með þá. „Mér fannst gæðin mikil í rökkunum en það voru einnig nokkrar afar fallegar tíkur í hópnum. Tegundin er greinilega sterk hér á landi.” Honum fannst hundarnir í tegundahópi 7 almennt ásættanlegir en fannst þó enginn þeirra virkilega skara fram úr. Stefan dæmdi besta hund sýningar seinni daginn og var mjög ánægður með hópinn og sagði að flestir þessara hunda gætu keppt hvar s