Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 37

Valkyrju sleðahundavörur Allt fyrir sleðahundasportið á einum stað! *Dráttarbeisli *Göngubeisli/D-beisli *Mittisbelti/ Göngubelti Geri einnig *Teygjutauma *Sleðatauma *Millitauma í hálsólar *Hálsólar *Hundasokka *Og fleira ´ Nánari upplýsingar á https://www.facebook.com/valkyrjusledahundavorur eða valkyrjuraektun.is róleg/ur og yfirveguð/yfirvegaður þú ert. Sittu á gólfinu hjá honum og strjúktu hann með taktföstum hreyfingum niður eftir líkamanum og finndu hvernig hann hjálpar þér að róast um leið og þú hjálpar honum. Flestir hundar eiga bæli eða búr á heimilinu. Því miður eru ekki allir sem virða að sá staður á að vera friðhelgi hundsins (oftar en ekki eru það blessuðu börnin sem trufla svefnfrið hundsins). Kenndu börnunum þínum (og ágengum fullorðnum) að þegar hundurinn er í bælinu/búrinu sínu eigi að láta hann í friði. Allir hundar eiga að hafa aðgang að bæli, undantekningarlaust. Annað sem er ekki síður mikilvægt er að hundurinn þinn fái hreyfingu (útrás) sem hæfir honum. Það er fátt sem jafnast á við göngutúr, þar sem hundurinn fær að njóta sín og þefa eins og hann langar til. Að þefa hefur róandi áhrif á hundinn og slíkir göngutúrar eru nauðsynlegir fyrir alla hunda. Þarna er ekki verið að tala um að hundurinn eigi að eyða 10 mínútum við hvern ljósastaur. Hæglega er hægt að kenna hundinum að stoppa temmilega lengi við hvern þefblett og fylgja eiganda sínum eftir. Þarna hjálpar einnig lengri taumur (3-5 metrar), beisli og góð taummeðhöndlun. Flestir hreyfa hundana sína vel en gleyma því að hreyfing er ekki nóg. Hundar þurfa líka að fá að nota heilann og leysa þrautir. Það styrkir sjálfstraust þeirra og bætir samskipti hunds og eiganda ásamt því að hafa róandi áhrif. Klósettrúlluleikurinn er klassískur (loka fyrir endann á tómri klósettrúllu, setja nammi í og loka svo hinum endanum) sem og að þefa uppi nammi sem kastað er í grasið/gólfið. Kong hefur sömu áhrif en það að sleikja og naga leysir út seratónin sem hefur jákvæð áhrif á líðan hundsins. Þegar kemur að sýningum er mikilvægt að muna að vera rólegur sjálfur, takmarka tíma hundsins á sýningarsvæðinu og verja hann fyrir öðrum hundum/fólki sem reynist oft vera ágengt. Mestu máli skiptir þó að vera til staðar fyrir hundinn, læra að þekkja/skilja/ bregðast við merkjamáli hans og hjálpa honum í aðstæðum sem reynast honum erfiðar. Það mun skila sér í betra sambandi ykkar á milli og þar af leiðandi betri hundi. Góðar stundir. Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 · 37