Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 35

og hormónin kortisol og adrenalín finnast hjá flestum, ef ekki öllum, spendýrum. Því má leiða líkur að því að sömu efnafræðilegu ferlar eigi sér stað í hundum og mönnum í stressandi aðstæðum. Hins vegar er raunin því miður sú að fólk sér oft ekki stresseinkenni hjá hundum fyrr en þau breytast í streitueinkenni og fara að hafa áhrif á daglegt líf, bæði hunds og eiganda. Stress er nefnilega skammtímaviðbragð líkamans við áreiti og streita er langtímaviðbragð líkamans. Það er því mjög mikilvægt fyrir eigendur að átta sig á því hvað það er sem stressar hundinn og hvernig hægt er að bregðast við 0