Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 34

Streita í lífi hunda Höfundar: Jóhanna Reykjalín og Guðný Rut Isaksen, Hundastefnan Stress og streita hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan okkar en hundar sýna sömu líffræðilegu viðbrögð við áreiti og mannfólk. Hundarnir okkar upplifa því einnig stress og streitu í samskiptum sínum við okkur, aðra hunda og umheiminn. Heimilishundar þurfa að eiga við margar „ónáttúrulegar“ aðstæður í mannheimum sem geta valdið hjá þeim stressi og álagi en aðlögunarhæfni hunda að okkar lífi er með ólíkindum. Að vera undir langtímaálagi getur valdið heilsubrestum og öðrum vandamálum og því er nauðsynlegt fyrir eigendur að átta sig á því þegar hundarnir þeirra eru farnir að sýna einkenni um streitu til að hægt sé að draga úr henni. Streita getur verið undirliggjandi orsök hegðunaráskorana hjá hundum og með því að draga úr henni getum við haft jákvæð áhrif á hegðun og líðan hundsins okkar og samband okkar við hundinn verður einnig betra. Í þessari grein verður fjallað um mikilvægi þess að þekkja streitu hjá hundunum okkar, áhrif streitu á líf hunda og hvað við getum gert til að draga úr henni og þannig langtímaáhrifum á líkamlega og andlega heilsu hundsins okkar. Hvað er stress/streita? Flest ykkar kannast við það að upplifa einhvern tímann stressandi aðstæður eða augnablik í lífinu. Það merkilega við stress er að efnafræðilega gerist það sama í líkama okkar, hvort sem um er að ræða jákvæðan eða neikvæðan stressvald. Efnafræðin pælir nefnilega ekkert í hugsunum okkar, heldur setur af stað ákveðið kerfi þegar aðstæður koma upp og heilinn sendir út boð um aðstoð. Til dæmis er stressandi að fara í ferðalag til útlanda þó það sé í skemmtiferð (jákvætt stress) en það er líka stressandi að fara til dæmis í próf (neikvætt stress). Viðbrögð líkamans við stressi eru til að mynda aukinn hjartsláttur, kaldur sviti, kvíði, rökhugsun flýgur oft út um gluggann og skjálfti, svo fátt eitt sé nefnt. Ástæðan fyrir þessari líðan eru hormónin kortisol og adrenalín. Talað er um kortisol sem aðalstreituhormón líkamans og skýst það upp, burt séð frá því hvort að stressvaldurinn sé jákvæður eða neikvæður. Það er einnig mikilvægt að hafa í huga að helmingunartími kortisols er 20 mínútur. Það þýðir að ef kortisolmagnið þýtur upp í, segjum 100, þá er það komið í 50 eftir 20 mínútur! Adrenalín nær hins vegar toppi 10-15 mínútum eftir atburðinn. Það tekur hundinn að jafnaði 3-5 daga að ná adrenalíni og kortisol aftur á sama stað og það var áður en stressvaldandi atburður átti sér stað. Langtímaáhrif stressins hafa samt sem áður mest áhrif því þá fer stressið að festa sig í sessi og við finnum fyrir streitu. Afleiðingar streitu geta verið misjafnar en streita dregur úr varnarviðbrögðum líkamans og líkaminn verður því opnari fyrir hvers kyns 34 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 sýkingum og sjúkdómum. Helst má nefna: Hjarta-drep, æðakölkun, heilablóðfall, sykur-sýki. verri blóðfitustjórnun, versnun gigtarsjúkdóma, öldrun heila, þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun, verri verkjastjórnun og svo mætti lengi telja. Streitan hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega færni okkar heldur einnig félagslega. Þannig getur streita haft áhrif á minni okkar og einbeitingu, valdið pirringi og jafnvel reiði. Einnig styttist þráðurinn og við verðum uppstökk án þess að sjáanleg ástæða sé fyrir hendi. Hundar eru spendýr líkt og mannfólkið