Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 33

Nýjung á Íslandi - Hvað er Rallý-hlýðni? Rallý-hlýðni er skemmtileg hundaíþrótt þekkt úti í heimi sem samblanda af hundafimi og hlýðni. Hún er með sama sniði og hundafimi á þann hátt að hundur og eigandi ganga í gegnum tímasetta braut með númeruðum þrautum, sem eru 8-22 talsins (fer eftir flokki en oftast frá 15-20), en byrjunarlína og endalína eru taldar með. Keppendur gera þetta á sínum hraða eftir skiltum sem segja til um hvað á að gera hverju sinni. Tíminn sem teymið fær er 3-5 mínútur en fer eftir flokknum sem keppt er í. Tíminn er samt sem áður ekki það mikilvægasta, en líkt og í hundafimi er það nákvæmni í æfingum og gleði hunds og eiganda sem skipta höfuðmáli. Samt sem áður eru dregin frá stig fyrir hverja sekúndu sem farið er yfir hámarkstíma. Hlýðnin er á léttari nótunum, fljótlegar æfingar sem flestir ættu að kunna eða geta auðveldlega lært heima. Sumar þrautir eru gerðar á hreyfingu meðan aðrar eru kyrrstæðar. Til að mynda getur það eitt, að þurfa að taka beygju til hægri eða vinstri, verið ein af þrautunum. Á myndinni má sjá braut sem farin var af unglingum í eldri flokki á afmælishátíð HRFÍ í fyrra. Þar voru 15 stöðvar samtals og bónusæfing að auki. eins og að skamma hundinn harkalega. DQ þýðir að hætta þarf keppni strax. Að sjálfsögðu verða æfingarnar erfiðari eftir því sem árangurinn verður meiri en kröfurnar eru aldrei það miklar að hundarnir hætta að hafa gaman af. Flokkarnir eru margir og möguleikarnir líka. Brautin er breytileg milli keppna svo ekki er vitað hverju von er á sem gerir þetta spennandi. Hægt er að keppa í hvolpaflokki fyrir hvolpa 6-12 mánaða (sem hafa ekki náð nægum stigum til að hækka upp um flokk) og upp í öldungaflokk (fyrir hunda 8 ára og eldri). Í öldunga- og hvolpaflokki eru vissar æfingar ekki leyfðar með tilliti til heilsu og getu. Mikið er lagt upp úr því að hafa keppnina auðvelda og skemmtilega fyrir alla. Einnig eru flokkarnir fyrir tvífættu keppendurna nokkrir og byrja á barnaflokki (pre-junior) fyrir 8 ára og yngri (létt 8 þrauta braut). Foreldrar er hvattir til að ganga brautina með börnunum en mega ekki sjálfir stýra eða leiða hundana. Næst koma unglingaflokkar (junior) sem eru fyrir keppendur 8-18 ára. Flokkarnir eru ekki aldursskiptir heldur stighækkandi eftir árangri. Unglingaflokkur 1 inniheldur 10-12 þrautir, unglingaflokkur 2 er með 12-15 þrautir og unglingaflokkur 3 með 15-18 þrautir. Fyrir fullorðna eru fjórir flokkar sem eru stighækkandi hvað erfiðleikastig varðar. Keppendur í öllum flokkum hefja keppni með upphafsstigagjöf sem er 200 heildarstig. Dregin eru frá mismörg stig (1, 2, 3 eða 5) miðað við hve miklar kröfur eru gerðar í æfingum. Til dæmis er hægt að missa 1 stig fyrir þef í bakka, 2 stig fyrir strekktan taum en 3 stig ef eigandi þarf að endurtaka æfingu. Stundum eru dregn frá allt að 5 stig ef skipun er gefin á ógnandi hátt. Sumt gefur 0 eða það sem við k