Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 31

sem okkur langaði í ef við fengjum okkur hund og þá sérstaklega vegna þess hversu góður fjölskylduhundur hann er. Hann gerir ekki upp á milli fjölskyldumeðlima, er sterkur persónuleiki, fyndinn og skemmtilegur. Hann er líka nægjusamur og fylginn manninum. Gerplu Dala Drífa sem er fyrsta tík Snætindaræktunar og þeirra besta ræktunartík. Hvernig varð ræktunarnafn ykkar til? Við vildum hafa eitthvað tengt snjó því Drífan okkar er svo mikið hvít. Við sóttum um nöfnin Ístinda, Snætinda og Snjófjalla. Okkur var í raun sama hvaða nafn yrði samþykkt. Hverjir hafa haft mest áhrif á ykkur og aðstoðað ykkur mest í hundaræktuninni? Þegar við fórum að rækta vorum við búin að vera í „bransanum“ í 11 ár og búin að safna að okkur góðum ráðum héðan og þaðan. Við vorum einnig búin að mynda okkur skoðun á því hvernig hunda við vildum rækta og hvaða eiginleika við vildum fá fram með okkar ræktun. Á hvað leggið þið mesta áherslu í ræktuninni? Allir vilja rækta geðgóða, heilbrigða og týpíska hunda, en fyrir utan það þá viljum við hafa hunda úr okkar ræktun með rétta hæð á löppum, góða vinkla að framan sem aftan, góð bein, í réttri hæð samkvæmt staðli og síðast en ekki síst mjög góðar hreyfingar. Hvaða einkenni hefur ykkur fundist erfiðast að rækta í tegundinni? Drífa er með. Þá erum við ekki að tala um skottstöðuna heldur hvernig það hringast upp á bakinu. Hvað hafið þið ræktað marga íslenska og alþjóðlega meistara? Við höfum ræktað fimm íslenska sýningameistara og einn alþjóðlegan sýningameistara og þess má geta að þrír af meisturunum eru gotsystkini úr þriggja hvolpa goti. Hvaða hundur eða hundar úr ykkar ræktun finnst ykkur bera af öðrum? Það er enginn einn eða tveir sem við getum bent á en C.I.B. RW-14 BISS ISCh Snætinda Ísafold hefur verið sigursælust af þeim hundum sem við höfum ræktað. Eftir hverju farið þið aðallega þegar þið ákveðið að para saman hund og tík? Skipta ættirnar mestu máli, útlit hundanna, heilbrigði, geðslag eða ...? Þegar við veljum rakka á tíkurnar okkar horfum við í ættbókina og horfum ekki bara í ættartengslin heldur líka í útlit og týpu hundanna í ættbókinni. Við reynum að forðast suma hunda sem okkur líkar ekki og eru mjög genasterkir. Við viljum að hundurinn og tíkin vegi hvort annað upp. Við viljum að pörunin sé svo góð og spennandi að við viljum eiga sjálf hvolp úr því goti. Við viljum líka hafa hundana týpulega skylda í útliti. Hvaða hundur eða hundar hafa, að ykkar áliti, haft mest áhrif á stofninn hér á Íslandi? Ef við ættum að nefna einhvern þá væri það ISW-05 C.I.B. ISCh Hektor sem bar af og allir tóku eftir. Hann kom með marga kosti inn í stofninn sem enn lifa í afkomendum hans. Annar hundur sem okkur þótti bera af var ISW-97 C.I.B. ISCh Íslands-Tanga Sómi. Hann var einnig mjög sigursæll á sýningum, vann allt sem hægt var að vinna og varð oft besti hundur sýningar. Hann var lítið notaður eftir að hann greindist með mjaðmalos sem var algjör synd því kostir hans voru svo margir. Fyrir utan það að mjaðmalos virðist ekki há tegundinni, ekki klínískt. Við sjáum hunda greinda með mjaðmalos, sömu myndir eru svo sendar annað í greiningu og þar greindir fríir. Eða nýjar myndir teknar og önnur og mun betri niðurstaða fæst. Þess vegna er það svo sorglegt hvað margir hundar hér áður fyrr duttu úr genapollinum einungis vegna tölu á blaði, og gera því miður enn. Snætinda Vaka, 4. besti hundur sýningar. Á myndinni eru Guðrún Ísold, sýnandi Vöku, Hafþór, Sunna og Unnur. Hvernig veljið þið hvolp til áframhaldandi ræktunar? Við fylgjumst mjög vel með þeim frá fæðingu og erum nokkurn veginn komin með hugmynd hvaða hvolpur stendur upp úr um 6 vikna. Við tökum ekki lokaákvörðun fyrr en hvolparnir eru akkúrat 8 vikna. Þá tökum við hvolpana alla út samkvæmt aðferðum Pat Hastings en látum alltaf brjóstvitið ráða á endanum. Sunna hefur farið á tvö námskeið hjá Pat og hefur það svarað mörgum spurningum varðandi val á hvolpum. Okkur hefur reynst erfiðast að rækta hringað skott með krók í endann eins og Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 · 31