Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 30

Hafþór, Unnur, Sunna og Baldvin ásamt íslensku fjárhundunum Snætinda-ræktun Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Að Snætinda-ræktuninni stendur samhent fjölskylda, Hafþór Snæbjörnsson og Unnur Sveinsdóttir ásamt dætrum þeirra, Sunnu Líf og Guðrúnu Ísold. Tengdasonurinn, Baldvin Þór Svavarsson, tekur einnig fullan þátt í þessu áhugamáli fjölskyldunnar. Snætinda-ræktun hefur átt velgengni að fagna á undanförnum árum. Fyrsta got þeirra fæddist árið 2008 og síðan þá hafa þau verið ræktendur ársins hjá DÍF árin 2013, 2014 og 2015. Úr einu goti frá þeim eru allir þrír hvolparnir orðnir íslenskir meistarar en það er óskastaða hvers ræktanda að fá svo einsleitt og gott got. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi ykkar á hundum og hundaræktun og af hverju heillist þið af ykkar tegund? Það hefur alltaf verið „svoddan hundur“ í okkur öllum frá fæðingu og þetta hefur verið okkar fjölskylduáhugamál frá fyrsta hundi. Þetta byrjaði allt saman árið 1997 þegar fjölskyldan flutti á Rafstöðvarveginn í Elliðaárdal, sem er nánast sveit í borg. Þar sem Sunna, elsta barnið okkar, var búin að herja á okkur um að fá hund ákváðum við að nota tækifærið þegar Hafþór var að vinna fyrir Örnu Rúnarsdóttur (Gjóskuræktun) sem þá var með sitt fyrsta got árið 1997. Það var ekki erfitt að falla fyrir Gjósku Vaski sem var þá 11 vikna, loðinn eins og lítið ljón með augu sem bræddu alla. Þannig slysaðist það til að við fengum okkar fyrsta hund, hreinræktaðan íslenskan fjárhund í skiptivinnu. Aldrei datt okkur í hug að fara með Vask á hundasýningu, en vegna þrýstings frá ræktandanum var farið á eina slíka í maí 1998 í Sólheimakoti - og þá var ekki aftur snúið. Vaskur varð íslenskur sýningameistari, var paraður við margar 30 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 tíkur og er hann bak við marga hunda í dag. Við byrjuðum ekki sjálf að hugsa um ræktun fyrr en árið 2002 og byrjuðum þá að leita okkur að tík, en það gekk ekkert sérstaklega vel þar sem við erum ofur vandlát. Árið 2003 er Sunna að skoða á netinu og dettur inn á myndir af hvolpum inni á síðu hjá ræktanda sem við þekktum ekkert til. Við héldum að þessir hvolpar á myndunum hlytu að vera löngu seldir því á myndunum voru þeir nokkuð stálpaðir og engar upplýsingar um hvenær þeir höfðu fæðst eða hvenær myndirnar voru teknar og hugsuðum við því ekkert meira um það. Nokkrum dögum seinna hringir Arna hjá Gjósku-ræktun í okkur og segist hafa fundið réttu tíkina fyrir okkur og var það þá sama tíkin og við höfðum verið að dáðst að á myndunum. Þetta var Gerplu Dala Drífa sem var okkar fyrsta og besta ræktunartík hingað til. Frá upphafi gekk henni vel á sýningum og varð íslenskur sýningameistari. Við byrjuðum ekki að rækta fyrr en árið 2008, þá 11 árum eftir að við byrjuðum í hundabransanum. Íslenski hundurinn var alltaf efstur á lista yfir þá tegund