Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 29

slitgigt betur heldur en fáir og langir. Allt sem heitir að leika með bolta og leikur við aðra hunda, þar sem hreyfingarnar eru snöggar og hraðar, valda miklu álagi á liðamót og ætti að forðast í alla staði. Endurhæfing Æfingar eru mjög mikilvægar og sennilega það mikilvægasta þegar kemur að því að meðhöndla slitgigt. Reglulegar (daglegar) æfingar, eins og göngutúrar í taumi og sund þegar hægt er að koma því við, eru af hinu góða. Allar æfingar þurfa að miðast við að viðhalda styrk og liðleika liðanna eins og mögulegt er en jafnframt mega þær ekki valda auknu álagi og ýta undir að liðirnir slitni enn frekar og valda því meiri skaða en gagni. Æfingaprógram þarf að sníða að þörfum hvers. Þá er til dæmis tekið mið af hvaða lið/liði verið er að eiga við, hversu slæm slitgigtin er, þyngd, aldri og ástandi hundsins almennt. Æfingaprógröm samanstanda yfirleitt af jafnvægisæfingum, styrktaræfingum og liðleikaæfingum. Laser Lasermeðferð er meðal annars mjög góð verkjameðhöndlun. Við með- ferð með Companiona Class IV laser eru frumur á meðferðarsvæði örvaðar með ljóseindum (photons) á ákveðinni bylgjulengd. Við þessa örvun eykst meðal annars blóðflæðið á meðferðarsvæðinu sem hefur margvísleg áhrif á frumurnar sem aftur minnkar bólgur og verki, flýtir gróanda og fleira. Þessi meðferð er algjörlega sársaukalaus og flestir hundar slaka mjög vel á á meðan meðferð stendur. Eins og svo oft áður eru meðferð og meðferðafjöldi einstaklingsbundin og oft notuð í bland við önnur meðferðarúrræði. Nudd Hundar sem eru þjáðir af slitgigt eru oftar en ekki búnir að færa líkamsþyngdina til, til dæmis frá afturparti yfir á frampart. Þetta á sérstaklega við um hunda sem eru með mjaðmalos á báðum mjöðmum. Einnig færa sumir þyngdina frá öðrum af \