Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 26

Lasermeðferð er mjög góð verkjameðhöndlun. Meðferð og úrræði fyrir gigtveika hunda Höfundur: Jakobína Sigvaldadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ Gigt (arthritis) er skilgreind sem bólga og stirðleiki í liðum. Helstu tegundir gigtar eru slitgigt (osteoarthritis) og iktsýki (rheumatiod arthritis). Slitgigt er krónisk bólga í liðum sem myndast hefur vegna hnignunar eða hrörnunar á brjóski í liðflötum. Iktsýki er sjálfsofnæmissjúkdómur sem ræðst fyrst á liðpokana innanverða. Hér á eftir verður fjallað um slitgigt, hvað veldur henni og hvaða meðferðarúrræði eru í boði. Hvað er slitgigt? Eftir því sem hundar eldast greinast fleiri og fleiri með gigt. Þetta er þó ekki eingöngu bundið við eldri hunda því sumir ungir hundar greinast líka með gigt. Ástæða gigtar hjá ungum hundum er oftar en ekki vegna meðfæddra vandamála. Liðamót samanstanda af tveimur beinendum sem eru tengdir saman með liðpoka og liðböndum. Í eðlilegum lið klæðir brjósk, sem er fast gúmmíkennt efni, beinendana. Brjóskið myndar sléttan flöt sem liðurinn hreyfist nánast núningslaust á og eins er það eins konar stuðpúði eða höggdeyfir sem 26 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 flytur þunga eða kraft yfir á sjálf beinin. Umhverfis liðinn er svo liðpokinn sem á stóran þátt ásamt liðböndunum í að styrkja liðinn og framleiða liðvökva sem hefur það hlutverk að smyrja og næ