Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 24

Dagur á hundasnyrtistofu Höfundur og ljósmyndir: Anja Björg Kristinsdóttir Það er líf og fjör á hundasnyrtistofum landsins en þær eru þó nokkrar talsins, aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Hundaeign landsmanna fer vaxandi og þörf fyrir hundasnyrtingu eykst með hverju ári. Mikil örtröð er á stofum landsins fyrir sýningar, í desember og á sumrin. Einna algengast er að hundar séu rakaðir stutt, sérstaklega þeir sem eru með síðari feld ef þeir eru ekki sýndir á sýningum. Þeir eru klipptir á ýmsa vegu, allt frá gæludýraklippingum yfir í sýningasnyrtingar en það er misjafnt eftir tegundum, eins og gefur að skilja. Tískustraumar finnast í hundasnyrtingum, eins og öðru, og hafa klippingar þróast með árunum og breyst þó sumar tegundaklippingar séu alltaf eins. Það er ekki aðeins boðið upp á klippingar á hundasnyrtistofum landsins. Fólk getur litið inn með hunda sína og látið klippa klær þeirra en fjölmargir eigendur treysta sér ekki til að klippa sjálfir og nýta sér því þessa þjónustu. Að klippa klær reglulega er mjög mikilvægt. Sumir hundar, þá aðallega þeir sem eru stærri og þyngri, eyða klónum sjálfir nokkuð vel í göngum en samt sem áður er mikilvægt að klippa reglulega af þeim. Flestir smærri og millistórir hundar gera það ekki á sama hátt. Því er mikilvægt að klippa klærnar eða fara með hundinn á hundasnyrtistofu einu sinni í mánuði að jafnaði. Misjafnt er milli hunda hve ört þarf að snyrta klærnar. Ef þær verða of langar veldur það miklum óþægindum fyrir hundinn og hann fer að stíga niður á rangan hátt og breyta göngulaginu sem getur haft slæm áhrif á liði. Í sumum tilfellum verða klærnar svo langar að þær vaxa í hring og inn í þófa hundsins sem veldur miklum sársauka og oft sýkingu. Eftir því sem klærnar verða lengri, vex kvikan lengra fram og verður þá erfiðara að ná þeim í rétta lengd. Ef kvikan nær langt fram má reyna að klippa klærnar mjög ört til að kvikan styttist örlítið í hvert skipti. Best er því að venja hvolp nógu snemma á að snyrta klærnar og reyna að komast hjá því að klippa of langt til að gera hvolpinn ekki hræddan. Gott er að hafa blóðstoppandi duft ef slíkt óhapp verður. Æskilegast er að klippa nógu lítið í einu til að komast hjá því að klippa í kvikuna og líta inn í klónna hvort kvikan nálgist. Í kvikunni verður innviði klóarinnar mýkra og blautara (meira líf) en þá er best að hætta að klippa. Ekki má gleyma þumalklónni sem er staðsett á innanverðum framfæti. Gott er líka að 24 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 Eigandi þessa hunds stóð sig ekki í stykkinu og gríðarlegar flækjur mynduðust sem voru rakaðar af í heilu lagi! klippa hárin, sem vaxa á milli þófanna, því þar festast óhreinindi og hundarnir renna frekar. Hvernig ætli dæmigerður dagur á hundasnyrtistofu sé? Sumir hundarnir eru fastakúnnar og aðrir koma í fyrsta sinn. Þegar hundurinn kemur á stofu er byrjað á að skoða stöðuna á feldi hundsins, því sumir eigendur gera sér ekki grein fyrir því hvort hundurinn sé flæktur og greiða jafnvel einungis yfirborðið. Þar af leiðand H0