Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 16

Ljósm. Jørgen Metzdorff ISIC – Icelandic Sheepdog International Cooperation Höfundur: Þorsteinn Thorsteinson 23.-25. nóvember sl. hélt ISIC árlega ráðstefnu sína hér á landi en ISIC stendur fyrir Icelandic Sheepdog International Cooperation og er alþjóðleg samvinna félaga um íslenska fjárhundinn. Auk Íslands eiga aðild að samstarfinu Austurríki, Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Holland, Noregur, Svíþjóð, Sviss og Þýskaland. Helsti tilgangur erfðabreytileika sem kynið býr yfir. Helsti tilgangur ISIC er að styðja og hvetja til samvinnu á milli landanna á öllum sviðum sem tengjast íslenska fjárhundinum og varðveislu kynsins en í þessum löndum má finna mikinn meirihluta allra ættbókarfærðra íslenskra fjárhunda í heiminum. Samstarfið felur í sér að virða þann menningararf sem fylgir þjóðarhundivv Íslendinga og ræktunarmarkmið FCI sem Ísland ber ábyrgð á. ISIC stuðlar þannig að aukinni yfirsýn yfir heildarstofninn, heilbrigði, lund, vinnueiginleika og tegundargerð (týpu) íslenska fjárhundsins og viðhaldi þess Sögubrot Árið 1994 samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun sem fól í sér að landbúnaðarráðherra var falið að skipa nefnd sem gera átti tillögur um aðgerðir til verndar íslenska fjárhundinum. Þessi ályktun kom í kjölfar langrar baráttu HRFÍ og DÍF og var þáverandi formaður félagsins og deildarinnar, Guðrún R. Guðjohnsen, skipuð í nefndina. Þegar meirihluti nefndarinnar áleit að kominn væri tími á lokaniðurstöðu og tillögur nefndarinnar, var HRFÍ ekki sammála og fannst enn vanta grunnupplýsingar. HRFÍ og DÍF leituðu stuðnings erlendis og með aðstoð sænska tegundarklúbbsins, Svenska Isländsk Fårhundklubben (SIFK) fékkst stuðningur 16 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 við ályktun sem farið var með til Nordic Kennel Union, NKU, í janúar 1996. Auk Íslands var þessi ályktun studd og undirrituð af tegundarklúbbum íslenska fjárhundsins og fulltrúum frá Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð og markar upphaf samvinnu á milli ræktunarfélaga um íslenska fjárhundinn. ISIC samvinnan var formlega stofnuð árið 1996 og alla tíð síðan hafa fulltrúar félaganna komið saman árlega. Fyrsta ráðstefna ISIC var í Svíþjóð, árið eftir á Íslandi og í ár, á 20. ráðstefnu ISIC, var enn á ný komið saman hér á landi. Á fyrsta fundi ISIC var mynduð þriggja manna nefnd til að halda utan um starfið, þau Guðrún R. Guðjohnsen, Hans-Åke Sperne frá Svíþjóð og Árni