Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 14

norskur búhundur, nordbottenspitz og íslenskur fjárhundur. Fólk sem ræktar lundahund heldur því áfram og verðum þessum hundum ekki blandað við stofninn fyrr en vel hefur tekist til. Blönduðu hvolparnir fá X-ættbækur til þess að halda utan um ræktunina. Hvolpar með þessar ættbækur verða vandlega skoðaðir með tilliti til útlits, heilbrigðis og skapgerðar. Sametning af útvöldum hundi með x-ættbók og hreinræktuðum lundahundi verður einnig gefin x-ættbók. Öll ræktun þessara hunda mun þurfa samþykki NKK fyrir pörun. Norðmenn fóru með einkar vel undirbúið verkefni af stað undir ströngu eftirliti og samvinnu við heimalönd þeirra hundakynja sem notuð verða. Leituðu þeir til Deildar íslenska fjárhundsins til þess að fræðast meira um íslenska hundinn á fundi þann 7. október 2013 sem haldinn var hér á landi. Þeim voru sýndir nokkrir mismunandi hundar sem stjórnarmeðlimir útveguðu. Einn ræktandi bauð fram sína tík ef ske kynni að hún hentaði verkefninu. Voru þá fundarmeðlimir upplýstir um að verið væri að leita að tíkum sem staðsettar væru í Noregi vegna skráningar og annars sem yrði gert á vegum NKK. Seinna var svo aftur haft samband við ræktandann og sagt að erfiðlega hefði gengið að finna tík sem hæfði verkefninu í Noregi og báðu þeir ræktandann um að uppfylla nokkrar heilsufarskröfur svo hægt yrði að sækja um hjá NKK en þeir tóku lokaákvörðun um hvort pörunin yrði samþykkt. Það þótti líka góður kostur að hún er svört að lit en það þykir spennandi möguleiki að ná svarta litnum inn í stofn lundahundsins aftur. Einn lundahundsrakki er til á landinu og uppfyllti hann einnig allar heilsufarskröfur til að vera notaður í verkefnið og góð ættarsaga um frjósemi er í ættum beggja. NKK gaf samþykki fyrir pöruninni. Þá stóð eftir í vegi 14 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 Íslenska fjárhundstíkin, Ísrima Ljúfa Loppa og norski lundahundurinn, Eriksro Bright Prófastur ásamt hvolpunum sínum tveimur. fyrir pöruninni flutningur hvolpanna á milli landa og það að tíkareigandi þarf að skrá got í því landi sem það fæðist. Var þá leitað til HRFÍ með það hvort félagið vildi skrá got hér heima með undanþágu, það er að segja með X-númeri, svo að NKK gæti tekið við ættbókunum og skráð hvolpana hjá sér í beinu framhaldi við komu þeirra til Noregs. Samkomulag náðist á milli NKK og HRFÍ og eru allir þeir aðilar sem að verkefninu standa mjög þakklátir. Reynt var að para Ísrima Ljúfu Loppu rétt fyrir jól árið 2014 en án árangurs. Mikið stress var eins og vill verða í kringum jól og áramót og veðrið svo sannarlega ræktendum ekki í hag hvað varðaði að keyra langar vegalengdir til að para. Þann 13. september síðastliðinn fæddust svo tveir hraustir rakkar á Stokkseyri undan Eriksro Bright Prófasti og Ísrima Ljúfu Loppu. Leiðinlegt þótti þó að ekki fæddust fleiri þar sem eitt markmiðanna er að bæta frjósemi en góð saga þeirra beggja um frjósemi liggur þó í genum þeirra og mun vonandi skila árangri í framtíðinni og gera góða hluti í Noregi. Illa hefur gengið að fá hvolpa undan norbottenspitz en tvær mismunandi tíkur hafa verið paraðar, ein 2013 og hin 2015, en án árangurs. Ein búhundstík hefur verið pöruð án árangurs en í ágúst 2014 komu 6 hvolpar í heiminn undan búhundstíkinni Tyri og lundahundinum Ullfriggas Lunde Qavi (Caspe