Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 8

Heilbrigði Tímarit hvort sem um sveppasýkingu eða bakteríusýkingu er að ræða. Sveppasýkingar í hundum Höfundur: Dr. Karen Becker, dýralæknir Þýðing: Guðrún Margrét Baldursdóttir Fyrsta skrefið til að losna við sveppasýkingu – mataræðið Mataræði hundsins er afar mikilvægt ef ójafnvægi er í sveppaflórunni í líkama hans. Vandamálið er yfirleitt ekki einskorðað við einn stað á líkamanum – til dæmis í öðru eyranu eða einum þófa. Ef það er tilfellið er tiltölulega auðvelt að meðhöndla þessa staði og vona að ónæmiskerfið sjái um að leiðrétta ójafnvægið í flórunni. En ef hundurinn þjáist hins vegar af sveppasýkingu á mörgum stöðum, til dæmis á öllum þófum og í báðum eyrum eða jafnvel um allan líkamann, þá er nauðsynlegt að huga að mataræðinu. Gott mataræði er mikilvægur hluti af góðri heilsu bæði hunda og manna. Fóðrið sem hundinum er gefið getur hjálpað ónæmiskerfinu en einnig ýtt undir ofvöxt á náttúrulegri sveppaflóru líkamans. Fæða sem vinnur almennt gegn ofvexti á svepp er einnig góð fyrir ónæmiskerfið og almenna heilsu hundsins. Sveppurinn nærist fyrst og fremst á sykri. Ákveðin tegund kolvetna ummyndast í sykur í líkamanum svo ef um vandamál er að ræða tengd sveppasýkingu er ráðlegt að gæta að því hvernig fóður hundsins er samsett. Þegar talað er um sykur eða sykrur í fóðrinu er ekki eingöngu átt við venjulegan sykur, heldur einnig fæðutegundir eins og hunang. Hunang getur verið mjög hollt í vissum tilfellum en getur einnig virkað sem fæða fyrir svepp. Korn­ ýróp, kartöflur s og jafnvel sætar kartöflur eru einnig fæðutegundir sem næra sveppavöxt. Ef hundurinn er með þráláta sveppasýkingu er mælt með að allur sykur og hröð kolvetni séu tekin úr fæðu hans. Grænmeti með lágt innihald sykra er í lagi en útiloka þarf kartöflur, korn, hveiti og hrísgrjón. Þetta getur skipt miklu máli ef jafnvægi á að nást í gerla- og sveppagróðri líkamans en er síður en svo auðvelt í framkvæmd Undir eðlilegum kringumstæðum hafa bæði manneskjur og hundar eðlilegt magn af gerlum og sveppum í líkama sínum. Dæmigerð sveppaflóra hjá hundum er blanda af klasagerlum (e. staphylo­ coccus) og gersveppur sem líkami þeirra framleiðir. Ef ónæmiskerfið starfar eðlilega þá ríkir jafnvægi í sveppaflóru líkama þeirra. Hvernig myndast sveppasýking? Eins og áður sagði er jafnvægi mikilvægt í öllu er varðar eðlilega starfsemi líkamans, jafnt hjá hundum sem mönnum. Ef ónæmiskerfið verður fyrir einhvers konar áfalli eða er veikt að staðaldri getur það leitt til þess að ofvöxtur hleypur í sveppaflóruna í líkama hundsins þar sem hinu viðkvæma jafnvægi er raskað. Ónæmiskerfið getur einnig orðið ofvirkt sem leiðir af sér óeðlilega ónæmissvörun, svokallað ofnæmi. Þetta getur einnig valdið vandamálum tengdum sveppasýkingum. Þegar dýralæknir meðhöndlar hund sem þjáist af ofnæmi er hundinum mjög oft gefnir sterar til að draga úr einkennunum og bæla niður þessa ofvirku ónæmissvörun. Um leið og ónæmiskerfið er bælt niður með lyfjum fær sveppagróðurinn í líkamanum tækifæri til að blómstra og getur orðið óeðlilega mikill. Dæmigerð einkenni ofnæmis eru erting í húð sem getur orðið svo alvarleg að sár myndast sem getur hlaupið sýking í. Ef hundurinn er meðhöndlaður með sýklalyfjum eru miklar líkur á því að eðlileg gerlaflóra líkamans láti undan síga og það getur einnig valdið sveppasýkingum. Af ofangreindu má sjá að bæði veik ónæmiskerfi og ofvirk geta valdið því að jafnvægið í sveppaflóru líkamans raskast og óeðlilegur vöxtur getur hlaupið í hana. 8 Sámur - 2. tbl. september 2013 Einkenni sveppasýkingar hjá hundinum Til að skera úr því hvort hundurinn sé með sveppasýkingu þarf dýralæknir annað hvort að skoða sýni af yfirborði húðar hundsins undir smásjá eða taka sýni til ræktunar. En fyrir eigandann er ekki erfitt að finna svarið; lyktin