Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 7

Elsa Lind er dugleg að þjálfa Skrúð í hlýðni og hefur þjálfað hann í að hoppa yfir hindrun. leiki. Oftast fer Skrúður með,“ segir Elma. Fá hann til að hlýða Elma hefur átt sinn þátt í árangri Skrúðs og Elsu Lindar. „Til að fá hana til að tala hátt og skýrt fór ég að kenna henni hlýðniæfingar og að vinna með hundinum í hlýðni. Elsa þurfti þá að nota orð til að fá hann til að hlýða sér til að leysa ýmis verkefni eins og að ganga á hæl, sitja, liggja, standa á göngu, liggja á göngu og hoppa yfir hindrun. Seinna þegar hún var farin að stjórna honum úr fjarlægð þurfti hún að tala hærra og það var upphafið að því að hún fór að tala í eðlilegri raddhæð,“ segir Elma. Elsa Lind hefur náð margvíslegum árangri með hundinum. Hún fór til dæmis með hann á alþjóðlega hundasýningu í Reykjavík í febrúar og náði fjórða sæti í keppni ungra sýnenda. Elsa fór síðan aftur með Skrúð í unga sýnendur í maí og hafnaði þar í þriðja sæti. „Þetta er stanslaus vinna. Hún kemur til með að sýna hundinn framvegis því að þessari vinnu er aldrei lokið. Það þarf alltaf að þjálfa hundinn og hana sjálfa. Hundurinn fer í erfiðari æfingar og hún fylgir honum eftir. Hundurinn er alltaf upphafið að öllu því sem hún gerir í skólanum,“ segir hún. Skólinn Hraunvallaskóli tekur virkan þátt í vinnu Elsu Lindar og Skrúðs. Ef Elsa á erfiðan dag teiknar hún mynd af hundunum og þá gleymir hún öllum erfiðleikum og getur farið að vinna á ný. Skrúður hefur frá upphafi verið mjög hændur að Elsu Lind. Sámur - 2. tbl. september 2013 7