Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 6

Afrekshundur Tímarit Stefstells Skrúður dregur úr einhverfu Höfundur: Elma Cates Elsa Lind Þorvaldsdóttir, 9 ára nemandi í Hraunvallaskóla í Hafnar­ firði, hefur náð frábærum árangri í baráttu sinni við einhverfu með því að vinna með íslenska fjárhundinn, Stefstells Skrúð. Elsa Lind, sem í fyrra hvíslaði bara einstaka orð að kennurum, talar nú upphátt í skólanum. Hundurinn Skrúður kom inn í líf Elsu Lindar þegar hún var tveggja ára gömul. Nokkrir hundar voru fyrir á heimilinu og náði Elsa Lind strax góðu sambandi við þá alla en sambandið milli Skrúðs og Elsu Lindar varð samt alveg einstakt þó að hún talaði ekkert við hann til að byrja með. Skrúður eltir hana nú um húsið og liggur við hlið hennar á nóttunni. Elsa Lind er barnabarn Elmu Cates sem er eigandi Skrúðs. „Elsa Lind er með einhverfu sem lýsir sér þannig að hún fer inn í sinn eigin heim og tjáir sig lítið þó að það hafi breyst mikið núna. Hún er líka með cerebral palsy (CP) sem þýðir að hún hefur ekki fulla stjórn á hreyfingum,“ segir Elma Cates. læra að tala og seinna í að lesa. Í fimm ára deild og í fyrsta bekk fór Elsa Lind með mynd af hundinum í skólann. Í skólanum var unnið með Elsu Lind og hundinn. Út frá því tókst að fá Elsu Lind til að opna sig og byrja að hvísla. Elma segir að hún hafi smám saman ekki bara talað um Skrúð heldur hafi hún líka farið að tala um aðra hluti. Í öðrum og þriðja bekk átti Elsa erfitt með að staldra lengi við námsbækurnar og þá sérstaklega við lestur. Þá stóð Skrúður sig vel, hann lagðist með henni í rúmið á kvöldin eða í sófann á daginn og hlustaði á hana lesa og smám saman fékk hún áhuga á lestri. Elsa er nú í fjórða bekk og er orðin fluglæs. Orðin félagslega sterk Elsa Lind hefur náð gríðarlegum árangri á stuttum tíma. Í upphafi árs lét hún nægja að hvísla stutt að kennurum en núna er hún farin að tala upphátt. Í fyrsta skipti sem hún talaði upphátt fyrir framan bekkinn var í þriðja bekk þegar hún fór með mynd af hvolpum undan Skrúð í skólann, sýndi nemendunum, sneri síðan baki í nemendur og kynnti hundana fyrir þeim með hjálp kennarans. Hún bauð krökkunum svo heim að hitta hundana. Í ár hefur Elsa sýnt miklar framfarir. Hún hélt kynningu í skólanum og sagði bekknum hátt og skýrt frá öllum hundunum sem Elma og fjölskylda hennar eiga. Síðan bauð hún krökkunum og kennurunum heim. Þegar heim var komið bað Elsa um hljóð og talaði hátt og skýrt yfir alla og bauð þeim að koma og sjá hvar hundarnir svæfu. Hún fór síðan með þau út og fékk Skrúð þar til að sýna listir sínar. Þessi vinna með hundinn gefur henni því viðurkenningu og styrkir sjálfsmynd hennar. „Elsa Lind er orðin mjög sterk félagslega. Krakkarnir í hverfinu koma og spyrja eftir henni og Elsa fer út í Laðaðist strax að henni Elma bendir á að Skrúður hafi strax laðast að Elsu Lind og því hafi hann verið notaður til að þjálfa hana við að Elsa Lind Þorvaldsdóttir, 9 ára, með hundinum Skrúði. Hún hvíslaði alltaf í skólanum í fyrra en er nú farin að tala í eðlilegri raddhæð vegna vinnunnar með hundinum. 6 Sámur - 2. tbl. september 2013