Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 5

hundaræktarfélög erlendis og starfsmannahald. Einnig situr framkvæmdastjóri alla fundi stjórnar HRFÍ og aðra fundi á vegum félagsins.“ Fríður lýsir venjulegum vinnudegi þannig að hann byrjar kl. 8 en þá er tölvupóstum svarað en mikill tími fer í ýmiss konar samskipti, bæði á netinu og í gegnum síma. Starfið er að sögn Fríðar mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. „Starfið er mjög fjölbreytt og mismunandi á milli daga og jafnvel árstíða. Mesta álagið er í kringum sýningarnar. Félagsmenn eru duglegir að koma á skrifstofuna á hverjum degi og ræða ýmis málefni sem brenna á þeim og oft fer talsverður tími í eftirfylgni ýmissa mála sem koma inn á borð til mín.“ Fríður segist venjulega vera komin heim um kl. 17 nema hún þurfi að sitja fundi sem teygjast oft fram á kvöld. að hana beint. Hún hafði fylgst með fyrrum framkvæmdastjóra og vissi að starfið væri mjög krefjandi og oft og tíðum ansi erfitt. „Sem betur fer náði ég að leggja það til hliðar því ef ég hefði hugsað þetta til enda þá er ég ekki viss um að ég hefði tekið stökkið þegar það bauðst.“ Í dag hefur Fríður gegnt starfinu í rúma 8 mánuði og sér svo sannarlega ekki eftir að hafa tekið það að sér. Hún segir starfið gríðarlega skemmtilegt, krefjandi og stundum mjög erfitt. Fríður segist vera þakklát félagsmönnum sem hafa gefið henni góðan tíma til að komast inn í starfið og hafa tekið flestum þeim breytingum sem hafa orðið fagnandi. bæði í stjórnun og starfsmannahaldi, sem ég bý ennþá að í dag.“ Starf framkvæmdastjóra er ekki eina starfið sem Fríður hefur unnið innan félagsins. Fríð