Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 39

jú bresk tegund og afar vinsæl í heimalandinu. Hún segist hafa fundið, eftir taugatitringinn í upphafi dags, að þetta væri eitthvað sem hún treysti sér til að gera. Hún hafi verið búin að liggja yfir tegundarlýsingunum fyrir sýninguna og það hafi í raun verið ótrúlega skemmtileg upplifun að sökkva sér niður í að skoða alla þá fallegu hunda sem komið var með í dóm í enskum cocker; hún hafi „bara dottið í rétta gírinn”. Gæðin hafi verið mikil og jöfn og mikið hafi verið lagt upp úr því að hafa hundana hreina og vel snyrta. Það sama hafi átt við um amerísku cocker spaniel hundana. Hundarnir hafi verið almennt í mjög góðu formi og greinilegt að fólk lagði á sig mikla vinnu við að sinna þessu áhugamáli sem best. Þórdís segir að andinn á sýningunni hafi verið einstaklega notalegur og allt skipulag til fyrirmyndar. Greinilegt hafi verið að fólk var komið á sýninguna til að sýna sig og sjá aðra; spjalla og eiga góðan dag með öðru hundafólki. Eftirtektarvert hafi verið hvað hundarnir hafi almennt verið rólegir og þægir. Þeir hafi greinilega verið mjög vel umhverfisþjálfaðir og vanir því að vera á sýningum innan um aðra hunda. Eftir að sýningunni lauk hafi botninn verið sleginn í daginn með kvöldverði sem stjórn Liverpool Kennel Association hafi boðið dómurum til. Þórdís María segir að þetta hafi verið alveg ótrúlega skemmtileg lífsreynsla. Henni hafi þótt mikill heiður að vera trúað fyrir þessu verkefni og ferðin hafi verið hin ánægjulegasta í alla staði. Hún bendir á að opnar sýningar séu góður vettvangur fyrir hundafólk sem áhuga hafi á sýningum. Það hafi verið greini- legt á sýningunni sem hún dæmdi á að stressið hafi verið miklu minna en á hefðbundinni meistarastigssýningu. Þótt það sé spennandi og skemmtilegt að keppa um stigin sé líka gaman að vera með afslappaðri sýningar þar sem ekki er jafn mikið í húfi og formið er sveigjanlegra. Sámur er vissulega sammála þessum lokaorðum Þórdísar og gerir þau að sínum um leið og hann vonast til að fjölgun verði á opnum sýningum og öðrum skemmtilegum uppákomum innan félagsins okkar á komandi ári. Ritstjóri og ritnefnd Sáms þakka af alhug eftirfarandi aðilum fyrir greinaskrif, viðtöl og ljósmyndir í blaðinu: Önnu Maríu Gunnarsdóttur, Auði Valgeirsdóttur, Ágústi Ágústssyni, Birnu Willardsdóttur, Ebbu Lejion, Elmu Cates, Ernu Sigríði Ómarsdóttur, Fríði Esther Pétursdóttur, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Th. Guðmundsdóttur, Juha Cares, Dr. Karen Becker, Lilju Dóru Halldórsdóttur, Melindu Martinez, Ólöfu Gyðu Risten, Pernillu Fux Lindström, Rebeccu Johanson, Róberti Daníel Jónssyni, Rut Hallgrímsdóttur, Sigurbjörgu Vignisdóttur, Stefaníu Sigurðardóttur, Unglingadeild HRFÍ, Vinnuhundadeild HRFÍ, Þórdísi Hafsteinsdóttur og Yiannis Vlachos. Sámur - 2. tbl. september 2013 39