Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 37

Til að hafa þátttökurétt í sænsku lokakeppnina þarftu að vera með sænskan ríkisborgararétt. Þú þarft að verða í 1. eða 2. sæti í keppnunum á alþjóðlegu sýningunum í Svíþjóð. Ef þeir sem eru í 1. og 2. sæti hafa öðlast þátttökurétt þá fá þeir sem eru í 3. og 4. sæti réttinn.Varðandi Nordic winn­r þá eru það fjórir stigahæstu e ungu sýnendurnir sem skipa sænska landsliðið. Þegar stigin eru tekin saman eru einungis fimm hæstu stigin þín reiknuð inn í. Þarftu að ferðast mikið innan Svíþjóðar til að sýna? Já, þar sem við búum í Suður-Svíþjóð og flestar sýningar eru fyrir norðan þá tek ég lestina á allar sýningar og það er dýrt. Ég borga þetta sjálf þar sem ég er að gera þetta því mig langar það og þetta er eitthvað sem ég geri fyrir mig. Hvaða tegund er í uppáhaldi að sýna? Saluki! Engin spurning um það. Þeir eru eins og ég, hugsa eins og ég, láta eins og ég! Hefur þú keppt í mörgum löndum í flokki ungra sýnenda? Já, ég hef keppt í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Englandi og Austurríki og mun í ár keppa í Sviss og Ungverjalandi. Hver er draumategundin þín og af hverju? Saluki. Ég er mjóhundamanneskja. Þeir eru rólegir og saklausir eins og ég, mjög tignarlegir, gáfaðir og fyndnir hundar! Hvað er það sem þér finnst best við hunda? Hundar eru bestu vinir sem þú getur óskað þér. Þeir eru alltaf til staðar fyrir þig og fara aldrei. Þú getur gert svo margt með þeim og kynnst nýju fólki með þeim í gegnum hundasýningar og hundafimi, til dæmis. Pernilla með Coco í sænsku lokakeppninni árið 2012 þar sem hún varð í 2. sæti. Ljósm. Ebba Lejion. Hvaða framtíðaráform hefurðu eftir unga sýnendur? Árið 2015 þegar ég klára menntaskóla ætla ég til Bandaríkjanna og læra meira um „professional handling“. Það er draumur sem mig hefur alltaf langað að láta rætast. Ég mun líka vonandi, árið 2014, fá ökuskírteinið mitt og sýna hunda í öðrum löndum. Hvað er besta augnablik lífs þíns í sýningarhringnum? Ég held ég verði að segja á Crufts þegar ég varð í 2. sæti. Það var mikill heiður að fá að vera fulltrúi Svíþjóðar og ganga svona vel. Ég er svo þakklát fyrir það tækifæri. Ég kynntist fullt af æðislegu fólki og tilfinningin þegar dómarinn valdi mig í annað sætið... vá...ég get ekki lýst henni! Einhver lokaorð? Ég vil þakka Ernu og Theodóru fyrir að bjóða mér í þetta viðtal. Ég vona að ég geti einhvern tímann í framtíðinni komið á íslenska sýningu, það væri æðislegt. Ég vil líka segja, sem lokaorð, við alla í ungum sýnendum: Leyndarmálið að hamingju er að gera það sem þér finnst gaman. Leyndarmálið að árangri er að hafa gaman af því sem þú ert að gera. Hættu aldrei að hafa trú á sjálfri/sjálfum þér! Sámur - 2. tbl. september 2013 37