Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 35

maður sér ekki gallana í sínum eigin hundum? Hvernig hefur þér tekist að samræma hundahaldið daglegu lífi í þéttbýlinu? Það hefur gengið vel en ég verð að viðurkenna að ég fer í afar fáar taumgöngur innan borgarmarkanna. Mesta hreyfingin byggist á lausagöngum og útiveru upp í sumarbústað. Finnst þér ríkja í þéttbýlinu skilningur og umburðarlyndi gagnvart þeim sem eiga nokkra hunda og þeim sem rækta hunda? Nei, mér finnst fólk verða hneykslað þegar það kemst að því að maður á fleiri en tvo hunda. Eins finnst mér lítil virðing vera borin fyrir smáhundum, fólk er fljótara að uppnefna, áreita og gelta á hundinn. Ég efast um að sömu viðbrögð yrðu sýnd ef um stærri hund væri að ræða. Ertu ánægð með þróun ræktunar á þinni tegund eða finnst þér að ræktendur mættu huga betur að einhverjum atriðum varðandi hana? Mér finnst að ræktendur verði að hafa í huga að missa ekki niður týpuna. Í ræktunarmarkmiði segir að þetta eigi að vera vökull, þéttvaxinn hundur með eplalagað höfuð. Gott væri að hafa í huga að leggja meiri áherslu á byggingu en höfuð, því hægt er að fá gott höfuð með einni kynslóð en byggingin krefst vinnu, þolinmæði og meiri tíma. Besti hundur sýningar, Philfort Olga for Himna 11 mánaða. Sigurbjörg og vinkona hennar og hjálparhella, Ásta María Karlsdóttir. Allt þetta skipir mig máli, ættir, útlit, heilbrigði og geðslag. Allt þetta verður að vera til staðar. Hvernig velur þú hvolp til áframhaldandi ræktunar? Að hann hafi það til brunns að bera sem ég er að sækjast eftir með þeirri pörun hverju sinni. Hefur þú lent í einhverjum leiðinlegum atburðum með got? Ef svo er - hvernig tókstu á við það? Ég hef verið afar óheppin í gegnum tíðina. Til dæmis hef ég misst tíkur ásamt hvolpum í gotum. Ég hef einnig lent í því að fá hvolp með skarð í vör. Ég hef haft svo góðan stuðning frá vinum og fjölskyldu sem hjálpaði mér að takast á við þessi áföll en ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa fengið þá hugsun í kollinn að hætta þessu bara! Áttu einhver góð ráð til annarra ræktenda? Munið að hafa hag tegundarinnar að leiðarljósi og varist „kennelblindu“ sem vill því miður allt of oft eiga sér stað! Hvernig getur maður bætt stofninn ef Áttu einhverjar óuppfylltar óskir um framtíð ræktunar þinnar eða tegundarinnar í heild? Ég er búin að reyna að gera mitt besta fyrir tegundina og árangurinn er meiri en mig hefði órað fyrir! Er eitthvað sem þú myndir vilja hafa gert öðruvísi þegar þú lítur til baka? Hefur þú á einhvern hátt breyst frá því þú byrjaðir að rækta hunda? Hefði ég verið með þá kunnáttu sem ég hef í dag á þeim tíma sem ég byrjaði að flytja inn hunda þá hefði ég gert margt öðruvísi en þá. En þrátt fyrir þessa miklu reynslu og öll þessi ár í ræktun er ég ennþá alltaf að læra eitthvað nýtt og ég vona að það verði þannig alla mína tíð. Áherslur mínar í ræktun hafa breyst mikið síðan ég byrjaði. Ég er orðin mun öruggari með það sem ég er að sækjast eftir. Ég er alltaf með ákveðna týpu í huga þegar kemur að því sem ég vil rækta. Að lokum, hvernig myndir þú vilja að fólk minntist þín sem hundaræktanda? Eftir árangri og gjörðum.  Fjórir ættliðir í beinan kvenlegg. Sámur - 2. tbl. september 2013 35