Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 20

elsti hundurinn, eða einn af þeim elstu, sé bestur? Maður hefði vonast til að einhver hinna yngri myndi sigra en þetta á þó ekki sérstaklega við um Ísland, þetta má sjá í mörgum tegundum í fjölda landa.“ Fallegir hundar í úrslitum Almennt um hundana sem kepptu til úrslita sýningarinnar sagði Per að þeir hefðu getað verið í sömu sporum í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku. Þeir voru af miklum gæðum, fallegir hundar og vel sýndir. „Hér eru svo margir ungir og góðir sýnendur, þeir sýna hundana svo vel og eru ekki einungis góðir í að sýna heldur einnig góðir í að sýna vel þá tegund sem þeir sýna hverju sinni svo það er mjög gott.“ Besti hvolpur laugardags í flokki 4-6 mánaða var ungversk viszla, Kjarrhóla Krafla í eigu Ólafs Valdín Halldórssonar sem jafnframt sýndi hana og ræktaði. Með á myndinni er dómarinn, Jörg­ en Hindse. Mikilvægi samvinnu Per lagði áherslu á mikilvægi þess að hafa opinn huga og samvinnu ræktenda í hverri tegund. Hann sagði að fólk gæti keppt í sýningarhringnum en utan hringsins yrðu ræktendur að vinna saman og sérstaklega í litlu landi með litla stofna eins og hér. Ósætti, sundrung og samkeppni myndu skaða alla og því væri samvinna svo gríðarlega mikilvæg. Að lokum sagði Per að hann hefði komið til Íslands áður og að fólkið hér væri vingjarnlegt, allir sýnendur voru kurteisir og kurteisir hver við annan sem og góðir við hundana og hvatti hann okkur til að halda áfram á sömu braut. meiri hreyfingar og rétt höfuð. „Það er erfitt að finna shih tzu með rétt höfuð nú til dags. Höfuðin eru orðin minni og augun eru ekki rétt.“ Pug voru að mati Lenu af góðum gæðum en þó nokkuð misjafnir. Hún var hrifinn af besta hundi tegundar sem sigraði tegundahóp 9 en hefði viljað sjá betri háls á honum. Cavalier voru af mjög misjöfnum gæðum og marga vantaði meiri fyllingu í höfuðin. Einnig sagði hún augun á mörgum vera of lítil en það væri vandamál alls staðar í heiminum. „Ég var þó mjög ánægð með besta hund tegundar sem dillaði skottinu sínu allan tímann.“ Lena kvaðst ekki hrifin af shetland sheepdog almennt og voru þeir mjög misjafnir. Hún sagði þá almennt vanta betri hreyfingar en þó var hún nokkuð sátt við besta hund tegundar. Tveir old english sheepdog voru sýndir, rakki og tík í meistaraflokki. „Rakkinn var fallegur en kannski örlítið of langur. Það er greinilegt að eigandinn hefur lært að snyrta þá vel.“ Lofandi enskur springer spaniel Lena dæmdi amerískan cocker og sagði marga hverja ekki með rétta yfirlínu sem á að vera örlítið hallandi. Einnig hefði hún viljað sjá fylltari andlit á nokkrum þeirra. Pomeranian voru nokkuð góðir að hennar sögn, hvolparnir lofandi og fjórir fullorðnir sem fengu „excellent“. Einn enskur springer spaniel var sýndur. „Virkilega lofandi ungur hundur með fallegar hreyfingar. Hann á enn eftir að þroskast en lofar mjög góðu.“ Lena var ekki ánægð með þá lagotto romagnolohunda sem voru sýndir. Tík sem var sýnd í hvolpaflokki var of feit og með of mjótt höfuð.