Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 14

Ræktun Hvað hafa ber í huga við línuræktun Höfundur: Juha Cares Þýðing: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Ræktendur nota gjarnan línuræktun (innskot þýðanda: Ræktun þar sem tveir einstaklingar, sem eiga einn eða fleiri forfeður sameiginlega, eru paraðir saman). Línuræktun er góð og hefðbundin ræktunaraðferð ef þú veist hvað á að gera. Mundu að línuræktun er aðeins ein aðferð við ræktun og „out-cross“-aðferðin (innskot þýðanda: Ræktun með óskyldum einstaklingi) er nauðsynleg líka. „Out-cross“-aðferðin getur virkað betur en línuræktun, sérstaklega ef hún er notuð til að rækta ákveðna og jafna tegundargerð og þá er mikilvægt að vita hvernig hundar af ákveðinni tegundargerð eiga saman. En hvað þarf að hafa í huga við línuræktun? Vertu meðvitaður um að horfa á gotið sem heild. Þó að ein frábær stjarna hafi f