Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 38

Hvað er ? góður sýnandi Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Í síðasta tölublaði Sáms fjallaði ég um þjálfun sýningarhunda. Í þetta sinn er fókusinn á sýnandanum sjálfum. Hvað er það sem góður sýnandi hefur fram yfir aðra? Hvað er mikilvægt að sýnendur hafi í huga þegar hundur er sýndur? Góður sýnandi þarf að hafa yfir ýmsum kostum að ráða. Nokkrir þættir eru mikilvægari en aðrir, til dæmis skilningur á hundum og atferli þeirra, þekking á byggingu og hreyfingum hunda, þekking á mismunandi tegundum hunda og einkennum þeirra (bæði skapgerðarog útlitseinkennum) og svo mætti lengi telja. Allir sem hafa horft á fallega hesta á hestamótum vita að aðeins góður knapi, sem kann sitt fag, nær kostum hestsins fram. Það myndi lítið þýða fyrir ,,leikmann”, sem er lítt kunnugur hestamennsku, að sýna hest á sýningu. Góður knapi þarf að hafa þekkingu á mismunandi gangtegundum hestsins, byggingu hans, skapgerð og því hvernig hann nær fram því besta í hestinum. Það sama á við um sýnendur hunda að mínu mati. Það er ekki nóg að kunna að hlaupa með hund og stilla honum upp nokkurn veginn. Að sjálfsögðu dugir það til að einhverju leyti en ef góður árangur á að nást þarf sýnandinn að vita hvernig hann nær fram öllu því besta sem hundurinn býr yfir. ,,Sýningin” á Mikilvægt er að hundurinn sé hreyfður á réttum hraða. Góður sýnandi og hundurinn ættu að hreyfa sig eins og danspar, í takt og á sama hraða. Á myndinni eru sýnandinn, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir og íslenski fjárhundurinn C.I.B. ISW-09 ISCh Arnarstaða Rektor. að vera án allra öfga og virðast áreynslulaus. Stundum er talað um að sýnandinn og hundurinn eigi að hreyfa sig í takt eins og danspar. Ef ætlunin er að verða góður sýnandi mæli ég með að viðkomandi fylgist vel með öðrum sýnendum, bæði þeim sem honum finnst góðir í sínu fagi og öðrum, fái ráðleggingar og þjálfun frá þeim sem þekkja þennan geira vel og afli sér þekkingar um líkamsbyggingu og hreyfingar hunda. Einnig er mjög gagnlegt að ná tökum á sem flestum tegundum hunda, bæði stórum og litlum. Með því öðlast sýnandinn enn betri þekkingu og reynslu. Þekking á atferli og skapgerð Góður sýnandi á auðvelt með að mynda gott samband við hunda, bæði þá sem hann þekkir og þekkir ekki. Þessi kostur er sumu fólki meðfæddur en aðrir þurfa að læra að ná tökum á þessu og gengur það vanalega betur og betur með reynslunni. Mikilvægt er að þekkja atferli hunda vel og skilningur á mismunandi hundum og einkennum þeirra er gríðarlega mikilvægur. Fólk kemur til dæmis fram við hressan og 38 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 ofurkátan labrador á annan hátt en rólegan, fáskiptinn mjóhund. Það þýðir lítið að skamma hund með ,,mjúka” skapgerð og eins er það ekki vænlegt til árangurs að vera ,,mjúkur” við frekan og