Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 30

Reykjavík Winner Besti ræktunarhópur sýningar Papillon Hálsakots – ræktun Ræktandi: Ásta María Guðbergsdóttir fallegt höfuð.“ Höfuðið er eitt af aðaleinkennum pug og sagði Sóley það gríðarlega mikilvægan þátt í heildarútliti tegundarinnar. „Eins og gefur að skilja voru gæði pug-hundanna misgóð. Líkamsbygging var almennt góð en mér fannst vanta nokkuð upp á höfuð sumra. Helst vantaði breidd í trýni og fyllingu undir augu.“ Sóley vildi benda eigendum pug-hunda á að gæta þess vel að halda andlitsfellingunni (e. overnose wrinkle) hreinni og þurri svo ekki myndaðist sýking í henni. Þeir hundar sem stóðu upp úr að hennar mati voru snögghærði chihuahua-rakkinn sem var besti hundur tegundar og litla hvolpstíkin sem varð besti hvolpur tegundar í pug. Sóley sagðist hafa séð fjölmarga fallega hunda keppa til úrslita í stóra hringnum. „St. bernharðshundarnir á Íslandi eru á heimsmælikvarða hér á landi og einnig sá ég boxer-hvolp sem ég hefði ekkert á móti að taka með mér heim.“ Gæði golden retriever mikil Besti afkvæmahópur sýningar Schäfer, snögghærður RW-13 C.I.B. ISCh Welincha’s Yasko & afkvæmi Besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða Dimma Dvergschnauzer, svartur Eigandi: Hulda Björk Guðmundsdóttir Ræktandi: Hafþór Pálsson Besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða Dotty’s Favorite Paradise Passion Nói Silky terrier Eigandi: Elísabet Kristjánsdóttir Ræktandi: Kristmundur Axel Kristmundsson Herdís Hallmarsdóttir er nýútskrifuð sem dómari og kvaðst hún mjög ánægð að fá tækifæri til að dæma á tvöfaldri útisýningu HRFÍ. „Það var skemmtileg tilbreyting að vera úti og sýningarnar tókust afskaplega vel þrátt fyrir rigningu. Það var góður andi í félagsmönnum og ljóst að allir lögðust á eitt til að sýningarnar myndu ganga sem best." Herdís dæmdi golden retriever, enskan cocker spaniel og íslenskan fjárhund þessa helgi og sagði það mikinn heiður. „Ég var mjög ánægð með gæði golden retriever á Íslandi. Hundarnir voru í mjög góðu líkamlegu ástandi og voru afskaplega vel sýndir.“ Það sama sagði Herdís um enskan cocker spaniel. Hún sagði það fela í sér mikla ábyrgð að dæma þjóðarhundinn og að hennar mati þyrfti alltaf að hafa það hugfast að íslenski fjárhundurinn væri vinnuhundur sem ætti að geta smalað. „Í mínum huga er því mikilvægt að hann sé sterkbyggður, með næga fótalengd og góð og sterk bein. Hann á að hafa vasklegar hreyfingar með góðri afturfótaspyrnu.“ Herdís sagði að mikilvægt væri að gæta þess að ræktunarhundar væru ekki of stuttfættir og fíngerðir og eins ætti að vera sjáanlegur munur á rakka og tík. Hún sagðist hafa haft þessi atriði í heiðri þegar hún dæmdi tegundina og var mjög sátt við þá hunda sem komust áfram. Að mati hennar stóðu bæði golden retriever-hundurinn og tíkin, sem sigruðu, upp úr af þeim hundum sem hún dæmdi. „Þau hefðu bæði sómt sér vel sem besti hundur tegundar. Líkamlegt ástand þeirra stóð upp úr og augljóst að þessir hundar eru í mikilli þjálfun. Það skiptir mig miklu máli að sjá að líkamlegt ástand vinnuhunda sé gott.“ Að lokum sagði hún þá hunda sem kepptu í úrslitum um besta hund sýningar verðuga og fallega fulltrúa sinna tegunda. Létu veðrið ekki á sig fá Besti öldungur sýningar C.I.B. ISCh Sólskinsgeisla Kvöld Rökkurdís Border terrier Eigandi: Jónína Sif Eyþórsdóttir Ræktandi: Guðrún Hafberg Viktoría Jensdóttir öðlaðist dómararéttindi sín nýlega og var sátt með sýningarnar. „Vissulega hefði veðrið mátt vera betra en svona er nú Ísland, allra veðra von! Mér fannst allir taka þessu