Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 22

Höfundur og ljósmyndir: Anja Björg Kristinsdóttir Verkefnið „Heimsóknarvinir“ á vegum Rauða krossins hefur gengið mjög vel og eru fjölmargir sjálfboðaliðar, tví- og ferfættir, sem leggja sitt af mörkum til verkefnisins. Hundar ásamt eigendum sínum fara í reglubundnar heimsóknir, til dæmis á stofnanir og heimili þar sem þeir heimsækja langveik börn, eldri borgara, fatlaða og fleiri. Heimsóknarvinurinn Phoebe Phoebe (C.I.B. ISCh Silenzio’s Theresia) er lítil 9 ára gömul papillon-tík og er heimsóknarvinur Rauða kross Íslands. Eigendur hennar eru mæðgurnar Jóna Karlotta Herbertsdóttir og Ásta María Guðbergsdóttir. Að sögn Jónu er Phoebe yndislegur karakter og alveg eins og hugur manns. Aðalstarf Phoebe, sem heimsóknarvinur, er að heimsækja Fríðu Kristínu Heiðarsdóttur sem er 35 ára og búsett í Kópavoginum. Phoebe mætir glöð og kát til Fríðu og lætur eins og hún eigi heima hjá henni. Jóna segir að það skemmtilegasta við að eiga og starfa með Rauða kross-hundi er að sjá hve mikla gleði Phoebe veitir og gaman sé að sjá hina sterku vináttu sem hefur skapast á milli hennar og Fríðu. ,,Hundavinirnir gefa fullt af hundakossum, vináttu og gleði og skilyrðislausa ást,“ segir Jóna. Ómetanleg lífsreynsla Heimsóknarvinurinn Phoebe með rauða klútinn sinn. Þegar Jóna og Ásta María eru með hvolpa þá er heimili Fríðu einn af fyrstu stöðunum sem þeir heimsækja og það líkar Fríðu mjög vel. Phoebe kúrir hjá Fríðu þar sem hún er að mestu rúmföst og þiggur klór og knús. Þær Fríða og Jóna spjalla svo um hunda og allt milli himins og jarðar. Jóna og Phoebe hafa verið heimsóknarvinir Fríðu í sjö ár. Heimsóknirnar hafa gefið Jónu innsýn í líf Fríðu, líf sem er ekki jafnauðvelt og flestra okkar hinna, sem erum svo lánsöm að vera við góða heilsu. „Við hefðum ekki fengið að kynnast Fríðu Kristínu sem er alveg stórkostleg manneskja ef ekki væri fyrir verkefnið. Við Phoebe segjum bara takk fyrir okkur!“ Fríða Kristín býr með blendingshundinum sínum, Móse. ,,Ég hef verið veik síðustu 17 ár en ég er með taugasjúkdóm sem veldur miklum verkjum sem gerir það að verkum að ég á erfitt með að sitja og ganga nema í mjög stuttan tíma,“ segir Fríða Kristín. Hún liggur mikið fyrir og fer lítið út og er þar af leiðandi frekar einangruð. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég óskaði fyrst eftir heimsóknarvini hjá Rauða krossinum. Mig langaði að víkka aðeins sjóndeildarhringinn og kynnast fólki og hundum því ég er alveg hunda- og dýrasjúk og hef alltaf verið, það er eitthvað sem eldist ekkert af manni.“ „Algjör snilld!“ Fríðu finnst þetta verkefnið „algjör snilld“, eins og hún orðar það. ,,Það er svo yndislegt að geta fengið að hitta hund og eiganda hans, sérstaklega þegar maður býr einn og má kannski ekki hafa hund eða getur það ekki einhverra hluta vegna. Þarna gefst manni kostur á að njóta vináttu bæði hundsins og eigandans. Ég trúi því að það geti hjálpað fólki mikið út úr einangrun og lýst upp veröld þess. Þessi dýr gefa manni svo mikla gleði. Ég hef sagt, að það að fá 22 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014