Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 21

Æfing 5: Innkall úr liggjandi stöðu með „liggja“. Eins og áður er byrjað með hundinn í upphafsstöðu, gefið er merki og hundinum skipað að leggjast. Stjórnandinn gengur um 20 metra og snýr sér þar að hundinum. Eftir að stjórnandinn hefur snúið sér við og kallað á hundinn þarf hann að ná að láta hundinn leggjast niður áður en hann er kominn hálfa leið að stjórnanda. Síðan er hundinum skipað að koma í upphafsstöðu. Æfing 6: Áframsending með „liggja“ og innkomu við hæl. Hér er markmiðið að senda hundinn inn á afmarkað svæði og innkall. Hundurinn er sendur inn á svæðið og þegar hann er kominn þangað er honum skipað að leggjast. Stjórnandinn er látinn ganga á ákveðinn stað þar sem hann snýr baki í hundinn og gengur þá frá hundinum og kallar hann inn á hæl. Hann gengur með hundinn lausan á hæl að upphafsstöðu og stoppar þar. Myndin sýnir dæmi um sl