Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 13

„Árangur kemur ekki af sjálfum sér, maður uppsker því sem maður sáir“ Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Sigríður Ingadóttir eða Sída, eins og hún er kölluð, hefur átt góðu gengi að fagna í hundaheiminum í Svíþjóð og á Norðurlöndunum. Sída er búsett í Svíþjóð en hún flutti þangað árið 2008. Hún hóf ræktun sína á chinese crested á Íslandi undir ræktunarnafninu Inya Dreams og nutu hundar frá hennar ræktun mikillar velgengni á sýningum hérlendis sem hélt svo áfram í Svíþjóð. Hún á og rekur fyrirtækið, Groom It, sem sérhæfir sig í feldvörum fyrir hunda. Þar sem Sída hefur náð gífurlega góðum árangri á erlendri grundu lék Sámi forvitni á að vita meira um þessa kraftmiklu ungu konu og hundalífið í Svíþjóð. Tíkin sem breytti öllu Sída var unglingur þegar hún fór ,,í hundana” en þá eignaðist hún sinn fyrsta hreinræktaða hund, yndislega og ljúfa schäfer-tík og var ekki aftur snúið. ,,Smám saman vaknaði áhugi hjá mér á sýningum og þjálfun og tók ég mín fyrstu skref með dobermann-tík úr einu af fyrstu gotunum sem fæddust á Íslandi.” Hún var búin að kynna sér málin vel áður en hún tók dobermann-tíkina að sér og var komin í samband við traust fólk í tegundinni. ,,Þessi tík átti eftir að breyta öllu og koma mér á bólakaf í hundana. Hún varð mín eftir dálitla pressu frá mér á ræktandann sem ætlaði að halda henni sjálfur. Saman lærðum við að vera ,,sýnandi og sýningarhundur” og ég fór líka með hana í hlýðni, sporaþjálfun, hundafimi og ég hefði ekki getað hugsað mér betri heimilishund.“ Tímaskekkja á Íslandi Aðspurð segir Sída hundalífið í Svíþjóð allt öðruvísi en á Íslandi og talar um að ákveðin tímaskekkja sé á Íslandi þegar kemur að hundahaldi. ,,Það er svo margt á Íslandi sem er Sída og Jackson á Pudelnationalen í Svíþjóð 2014 þar sem Jackson var sýndur í fyrsta skipti í meistaraflokki. Hann sigraði flokkinn og endaði sem 3. besti rakki í mjög harðri samkeppni. Ljósm. Yvonne Mukkavaara. Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 · 13