Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 34

Tegundahópur 1: 1. sæti ISShCh Heydalur’s AukinLukka Briard Eigandi: Ólína Valdís Rúnarsdóttir Ræktandi: Stella Sif Gísladóttir Tegundahópur 5: 1. sæti ISCh RW-13 Ásgarðsheima Mímir Alaskan malamute Eigandi: Jóna Björk Bjarnadóttir Ræktandi: Tara Sif Haraldsdóttir Tegundahópur 4/6: 1. sæti ISShCh ISW-13 RW-13 Sundsdal’s Wee Kind Of Magic Dachshund, miniature, snögghærður Eigendur: Arinbjörn Friðriksson & Margrét G. Andrésdóttir Ræktendur: Gitte, Juul & Kent Sundsdal úrslit sýningarinnar og valdi hann svartan dvergschnauzer sem sigurvegara sýningarinnar. Hann sagðist hafa verið mjög hrifinn af öllum fulltrúum tegundahópanna og að sjálfsögðu báru þeir, sem voru í verðlaunasætum, af. ,,Mér fannst stemningin í úrslitum sýningar alveg frábær og var mjög ánægður að fá tækifæri til að dæma hérna.” Að lokum minntist hann á að hann hefði verið mjög ánægður að fá útfyllta sýningarskrá með helstu úrslitum að lokinni sýningu. ,,Ég hef dæmt í tugi ára og þetta var í fyrsta sinn sem mér var afhent útfyllt sýningarskrá.” Allt til fyrirmyndar! Jo Schepers frá Hollandi var mjög ánægður með skipulag sýningarinnar. ,,Sýningin var sérlega falleg og skipulagið frábært. Við fengum allar upplýsingar og allt var á hreinu áður en við komum til landsins. Hótelið var mjög gott og gestrisni HRFÍ til fyrirmyndar. Ekki má gleyma öllum fallegu hundunum og það kom mér skemmtilega á óvart að áhorfendur horfðu á öll úrslitin og stemningin var mjög góð!” Gæðin mjög mikil Hann var virkilega sáttur með þá hunda sem hann dæmdi og sagði gæðin mjög mikil hér á landi. ,,Ég veit að þið þurfið að flytja inn hunda og reynið alltaf að flytja inn frábær eintök. Það er svo sannarlega ekki ódýrt né auðvelt. Ég sá í sýningarskránni eftir sýninguna að margir hundanna komu frá línum sem teljast til mjög góðra alþjóðlegra lína.” Þó að Jo hefði verið ánægður með allar tegundir sem hann dæmdi voru þó nokkrir hundar sem stóðu upp úr. ,,Tíbet spaniel hundarnir voru af framúrskarandi gæðum, besti hundur tegundar í corgi var mjög fallegur og einnig dæmdi ég nokkra fallega shetland sheepdog-hunda.” Hann minntist einnig á besta hund tegundar í risaschnauzer , amerískum cocker spaniel og affenpincher. ,,Affenpincher-hundurinn er með sérlega fallegt höfuð en er enn ungur og þarf kannski eitt ár í viðbót og meira sjálfstraust.” Hann talaði einnig um fleiri hunda og tegundir sem vöktu athygli hans sem hann dæmdi þó ekki. Í því samhengi minntist hann á briard, schäfer, p