Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 7

óöruggir með sig, samþykki ekki handfjötlun og tannaskoðun sem geri dómara erfitt fyrir og standi illa sem hefur áhrif á byggingu þeirra. Það gefur auga leið að hegðun sem þessi getur haft mikil áhrif á árangur hundsins á sýningum. Sýningarstelling: Öllum hundum er stillt upp í svokallaða sýningarstellingu, eins og áður sagði, en þannig dæma dómarar meðal annars byggingu þeirra. Gott er að byrja snemma að kenna hvolpinum og er skipunin „standa“ alveg jafn mikilvæg og „sestu“ og „leggstu“ ef ætlunin er að sýna hvolpinn. Misjafnt er hvernig tegundum er stillt upp og er um að gera að kynna sér það vel áður en hafist er handa við þjálfunina. Mikilvægt er að þjálfa þetta í litlum skrefum. Byrjið á því að fá hvolpinn til að standa. Þegar vel gengur er hægt að taka næsta skref sem er að venja hvolpinn við þau handtök sem eru nauðsynleg til þess að stilla honum upp. Ef þetta gengur vel og hvolpurinn getur verið Öllum hundum er stillt upp í svokallaða sýningarstellingu og er hún misjöfn eftir tegundum. Mikilvægt er að kenna hvolpinum/hundinum að standa í sýningarstellingu og venja hann á að vera skoðaður. Ljósm. Ágúst Ágústsson. kyrr í stellingunni í nokkrar sekúndur er um að gera að stíga næsta skref í þjálfuninni og fá einhvern „ókunnugan“ til að skoða og handfjatla hundinn á meðan haldið er við hann í stellingunni. Rakkar þurfa að vera vanir því að eistu þeirra séu skoðuð. Hér gildir það sama og við borðþjálfunina, sá „ókunnugi“ ætti að byrja á því að mynda jákvæða tengingu við hvolpinn með því að strjúka honum og lauma jafnvel að honum verðlaunabita og vinna sér þannig inn traust hans áður en hann handfjatlar hann. Þetta gildir einnig um fullorðna hunda. Taumganga: Hreyfingar hunds eru afar mikilvægar þegar hann er dæmdur. Þegar hundur er hreyfður er mikilvægt að hann fylgi sýnanda sínum vel. Þar af leiðandi er gott að kenna honum snemma að ganga fallega í taum (ekki í beisli). Hafið það alltaf að markmiði að hundurinn geti sýnt náttúrulegar og frjálsar hreyfingar í lausum taum. Hundurinn sýnir ekki réttar hreyfingar ef hann streðar, ef alltaf er verið að kippa í hann, taumurinn er of strekktur eða þegar hann hoppar og skoppar allan hringinn. Flestir dómarar gefast fljótt upp á að skoða hundana ef þeir geta ekki dæmt hreyfingar þeirra. Allir þeir þættir, sem fjallað er um hér að ofan, eru mikilvægir Dómari á að geta handfjatlað og skoðað hundinn, bæði á borði og gólfi, eins og hann þarf. Þar af leiðandi er mikilvægt að hundurinn sé öllu vanur og hagi sér vel á meðan hann er skoðaður. Með reglulegri og jákvæðri þjálfun verður hundurinn smám saman öruggur á borðinu. Ljósm. Sigurgeir Jónsson. við þjálfun hvolpsins/hundsins. Gætið þess alltaf að hafa alla þjálfun jákvæða og skemmtilega og dettið ekki í þá gryfju að æfa of lengi í einu. Hættið alltaf þegar vel gengur. Smám saman er svo hægt að þjálfa á nýjum stöðum til þess að venja hvolpinn/ hundinn við alls kyns aðstæður. Gott er að venja hundinn við sýningartaum strax. Notið alltaf sýningartaum þegar þið þjálfið það sem tengist sýningum. Smám saman fer hann að tengja tauminn og æfingarnar saman. Athugið að stundum er nóg að hrósa hundinum. Ekki er nauðsynlegt að gefa honum verðlaunabita í hvert sinn sem hann stendur sig vel. Þegar vel gengur er um að gera að draga úr verðlaunabitunum og nota frekar hrós í staðinn, verðlaunabitarnir eiga bara að vera „spari“ . Athugið líka að verðlaunabitarnir þurfa ekki að vera stórir. Oft er nóg fyrir hundana að fá bara að finna bragðið. Í næsta tölublaði Sáms verður fjallað um þá þætti sem einkenna góðan sýnanda og það sem mikilvægt er að hafa í huga við undirbúning, á sýningarsvæðinu og inni í sýningarhringnum. Þegar hundur er dæmdur á hundasýningum á hann að sýna náttúrulegar hreyfingar í lausum taum. Mikilvægt er að hann fylgi sýnandanum vel og til þess að það takist þarf reglulega taumþjálfun. Ljósm. Theodóra Róbertsdóttir. 7