Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 62

DEILDARFRÉTTIR Boxerdeild RW-13 Son of A Gun at Berwynfa JW, besti hundur tegundar á febrúarsýningunni. Á febrúarsýningunni var dómari Arne Foss frá Noregi. Helstu úrslit voru þessi: BOB: RW-13 Son of A Gun at Berwynfa JW BOS: RW-13 ISShCh Bjarkeyjar Meant To Be Rakkar: 1. RW-13 Son of a Gun at Berwynfa JW með sitt þriðja íslenska meistarastig og CACIB 2. Bjarkeyjar Last Man Standing, meistaraefni 3. ISShCh Bjarkeyjar Ísar, vara-CACIB Tíkur: 1. RW-13 ISShCh Bjarkeyjar Meant To Be með CACIB 2. ISShCh Bjarkeyjar Ísold, vara-CACIB Besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða: 1. Hagalíns Kickin’ Up Dust Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða: 1. Robinsteck Al Pacino sem varð síðan besti hvolpur sýningar laugardagsins. Hann varð einnig besti hvolpur sýningar á hvolpasýningu HRFÍ sem haldin var í janúar. Got eru væntanleg hjá Bjarkeyjarog Hagalíns-ræktun . F.h. deildarinnar, Inga Björk Gunnarsdóttir. Cavalierdeild Úrslit voru eftirfarandi: BOB var ISCh Sandasels Kvika og BOS Bjargar Kaldi. Bæði fengu cacibstig og Bjargar Kaldi fékk sitt annað meistarastig. Eigandi og ræktandi Sandasels Kviku er Kolbrún Þórlindsdóttir og eigandi Bjargar Kalda, Guðrún Birna Jörgensen en ræktandi Ásta Björg Guðjónsdóttir. Þar sem Sandasels Kvika hefur þegar fengið 4 cacibstig gengur stigið til Eldlilju Melkorku sem einnig fékk sitt fyrsta meistarastig á þessari sýningu. Eigandi hennar og ræktandi er Þórunn Aldís Pétursdóttir. Besti hvolpur tegundar 4–6 mánaða var Ljúflings Jarl og besti hvolpur 6–9 mánaða var Hrísnes Sonja. Ljúflings Jarl varð 3. besti hvolpur sýningar í sínum flokki en aðrir komust ekki í úrslit. Eigandi Jarls er Guðríður Vestars og ræktandi María Tómasdóttir en eigandi og ræktandi Hrísnes Sonju er Þuríður Hilmarsdóttir. Sendum öllum hlutaðeigandi hamingjuóskir. Nánari sýningarúrslit eru á heimasíðu deildarinnar www.cavalier.is Á febrúarsýningu HRFÍ 22.-23. febrúar voru 35 cavalierar skráðir, þar af 6 hvolpar. Dómari cavalieranna var Branislav Rajik frá Slóveníu. 62 Eins og áður var getið voru aðeins skráðir 119 cavalierar á HRFÍ-sýningarnar á árinu 2013 á móti 184 árið 2012 og 188 árið 2011. Á deildarsýninguna í apríl var 81 cavalier skráður svo hún hefur auðvitað áhrif en árið 2011 var einnig deildarsýning en á þá sýningu var skráður 51 til viðbótar þeim 188 sem komu á HRFÍ-sýningarnar. Greinilegt er að áhugi á sýningum fer minnkandi, hver sem ástæðan er. Við eignuðumst tvo alþjóðlega meistara á árinu, þau RW-13 ISCh Ljúflings Dýra og ISCh Sandasels Kviku og einn íslenskan meistara, ISCh Hrísnes Krumma Nóa. Stigahæsti cavalierinn var RW-13 ISCh Ljúflings Dýri og stigahæsti ræktandinn Ljúflings-ræktun. Skýrsla stjórnar er í heild sinni á síðu deildarinnar www.cavalier.is F.h.stjórnar, undir sýningar - úrslit. Síðastliðið ár var mikið samdráttarár hjá deildinni bæði hvað varðar ræktun og sýningar að undanskilinni glæsilegri deildarsýningu sem við héldum í apríl á síðasta ári. Alls voru 23 got á árinu og 84 lifandi fæddir hvolpar en árið 2012 voru gotin 33 og 135 hvolpar. Rakkarnir voru í meirihluta eða 48 á móti 36 tíkum. Mest fæddist af blenheim-hvolpum. 16 ræktendur voru með got á árinu, þar af þrír nýir ræktendur sem allir hafa fengið ræktunarnöfn. Bjóðum við þá velkomna í ræktendahópinn okkar. 12 rakkar voru notaðir til undaneldis. 99 cavalierar voru hjartahlustaðir á árinu þar af 43 undir 4 ára aldri. Þeir voru allir fríir af míturmurri. Af eldri cavalierunum greindust 7 með vægt murr á byrjunarstigi eða vel undir 10% af þeim sem skoðaðir voru. Þetta er svipuð útkoma og var síðastliðið ár. Um leið og hjartahlustun fer fram eru hnéskeljar einnig skoðaðar. Hnéskeljalos er nánast óþekkt í tegundinni en af þessum 99 cavalierum greindist aðeins 1 með vægt hnéskeljalos, gráðu 1. 63 cavalierar voru augnskoðaðir, 41 tík og 22 rakkar, heldur fleiri en árið á undan. Enginn greindist með alvarlegan augnsjúkdóm en minni háttar athugasemdir voru gerðar hjá sumum hundanna, svo sem aukaaugnhár og kólestrol-kristallar. Besti hvolpur tegundar og besti hvolpur dagsins 4–6 mánaða, Ljúflings Jarl með eiganda sínum, Guðríði Vestars. þurfti þó að fella niður vegna veðurs. Auk þess sá nefndin um aðventukaffið, sem haldið var á Korputorgi, og þar mættu um 50 hundar og menn. Færum við göngunefndinni bestu þakkir fyrir þeirra frábæra framlag til deildarinnar. 17 hundar voru DNA prófaðir vegna DE/ CC og EF og voru þeir allir fríir af DE/ CC og 13 fríir af EF en 4 voru arfberar. Göngunefndin stóð fyrir 12 göngum á árinu og var mæting yfirleitt góð með 20 til 40 hunda þátttöku og annar eins hópur af tvífætlingum. Veðrið var allt frá góðu upp í frábært en nóvembergönguna María Tómasdóttir. Chihuahuadeild Þá er nýtt ár gengið í garð og okkar fyrsta sýning afstaðin.Við vorum svo heppin að fá hann Francesco Cochetti til að dæma tegundina okkar. Einnig hélt hann mjög góðan fyrirlestur um chihuahua en deildin bauð sínum félagsmönnum á hann. Við vorum