Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 51

Að lokum sagði Branislav að Ísland væri mjög fagmannlegt í hundaheiminum og sagðist vona að einangrunin yrði lögð niður sem fyrst. Efnilegir ungir sýnendur Rakel Ósk Þrastardóttir dæmdi unga sýnendur, bæði yngri og eldri flokk. Rakel var sigursæl í ungum sýnendum á sínum yngri árum og var fulltrúi Íslands á Crufts 2006 og 2007. Hún var ánægð með unga sýnendur og sagðist spennt að fylgjast með öllum ungu og efnilegu krökkunum sem sýndu í yngri flokki í framtíðinni. Eldri flokkurinn var mjög sterkur, að hennar sögn, og þar voru margir sem gætu staðið sig með mikilli prýði á stóru sýningunum erlendis. Gott samband við hundinn mikilvægt Aðspurð að því hverju hún leitaði helst eftir í fari sýnenda sagði Rakel. „Það sem mér finnst skipta mestu máli hjá ungum sýnendum er að eiga gott Besti ræktunarhópur sýningar laugardag, 1. sæti siberian husky: Miðnætur-ræktun. Ræktandi: Stefán Arnarson samband við hundinn ásamt því að vera meðvitaður um stöðu og fyrirmæli dómara. Einnig finnst mér skipta miklu máli að krakkarnir sýni hundinum sínum þolinmæði, að þau hafi gaman að keppninni og sýni án nokkurar tilgerðar.“ Yngri flokkur stóð sig vel Í yngri flokki sigraði stúlka sem sýndi chow chow. Hún var með einstaklega gott samband við hundinn, hlustaði vel á öll fyrirmæli og hafði greinilega mikla ánægju af því að sýna. „Það sama má segja um stúlkuna sem varð í 2. sæti og sýndi pug. Ég frétti eftir keppnina að þetta hefði verið hennar fyrsta sýning og stóð hún sig með mikilli prýði.“ Í 3. sæti var mjög efnilegur strákur sem sýndi íslenskan fjárhund og í því 4. stúlka sem sýndi australian shepherd af mikilli lagni. Sterkur eldri flokkur Besti afkvæmahópur sýningar laugardag, 1. sæti dvergschnauzer (svartur): ISCh Barba Nigra Miss Sunshine & afkvæmi Rakel átti í erfiðleikum með að velja á milli sýnendanna í eldri flokki enda samkeppnin hörð og sýnendur komnir með mikla reynslu og tækni. Eldri flokkinn sigraði stúlka sem sýndi afghan hound. „Mjög gott samband var á milli hennar og tíkarinnar og hún gerði öll tækniatriði mjög vel. Einnig stóð hún sig mjög vel með hundana sem hún fékk í skiptum og sýndi þá af lagni og þolinmæði. Það var augljóst allan tímann að hún hafði mikla ánægju af því sem hún var að gera, það geislaði af henni.“ Í 2. sæti var stúlka sem sýndi snögghærðan vorsteh sem sýndi einkar vel og var með tæknina á hreinu. Í 3. sæti var stúlka sem sýndi australian shepherd og í því 4. stúlka með standard schnauzer. Rakel fannst þær báðar mjög efnilegar. Mikilvægt að hlusta á fyrirmæli Rakel fannst erfiðast að horfa upp á efnilega sýnendur sem hlustuðu ek