Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 48

meiri gæðum en áður og fjöldi skráðra hunda hefur aukist mikið.“ Hann dæmdi fjölmennustu tegund sýningarinnar, labrador retriever, og var nokkuð sáttur með heildina og þá sérstaklega bestu hunda tegundar. Einnig kvaðst hann ánægður með besta hund tegundar í flat-coated retriever. Framfarir í chihuahua Fransesco ræktar chihuahua og poodle og dæmdi þessar tegundir á sýningunni. „Besti hundur tegundar í toy poodle var virkilega fallegur enda sigraði hann tegundahóp 9.“ Hann var ánægður með marga chihuahua sem hann dæmdi, sérstaklega stutthærða afbrigðið en þar bar ung tík sigur úr býtum sem seinna varð í 3. sæti í tegundahópi 9. „Mér finnst heildargæðin í mínum tegundunum hafa batnað heilmikið á síðustu árum, sérstaklega í chihuahua. Það sem ræktendur þurfa að hafa í huga er að skoða vel bitin og framhlutann. Tegundargerðin er að mestu leyti góð hér og ræktendur eru á réttri leið.“ Tegundahópur 2, 1. sæti dvergschnauzer (svartur/silfur) Helguhlíðar Játvarður Eigendur: Margrét Kjartansdóttir og Páll Sævar Guðjónsson Ræktandi: Margrét Kjartansdóttir Fallegur enskur springer spaniel Fransesco dæmdi tegundahóp 8 þar sem enskur springer spaniel sigraði. „Virkilega fallegur hundur af frábærri tegundargerð, hreyfingarnar voru mjög góðar og heilbrigðar.“ Í 2. sæti var labrador retriever-tík sem hann hafði dæmt fyrr um daginn. „Hún er mjög falleg og einstaklega vel byggð. Það eina sem ég gæti sett út á er höfuðið en hún er samt sem áður svo falleg að öllu öðru leyti.“ Í 3. sæti var amerískur cocker spaniel sem hreyfði sig vel, var vel byggð en hefði mátt vera örlítið fylltari að hans mati. Flat-coated retriever hreppti 4. sætið og var hann vel byggður og hreyfði sig vel. „Það sem er mikilvægast hjá veiðihundum eru frjálsar, áreynslulausar hreyfingar og rétt bygging.“ Tegundahópur 9 Í tegundahópi 9 bar fyrrnefndur toy poodle sigur úr býtum. „Það sem mér fannst sérstaklega ánægjulegt við þennan toy poodle var byggingin og búkurinn. Við erum að missa þetta í toy poodle og það er ekki auðvelt að finna hund með góðan framhluta og bringu.“ Í 2. sæti var chinese crested sem var af góðri stærð, hreyfði sig einkar vel og með mjög góða húð, að mati Fransesco. Þriðja sætið hreppti unga snögghærða chihuahua-tíkin sem Fransesco dæmdi fyrr um daginn. „Mjög glæsileg tík með frábæra topplínu, Tegundahópur 3, 1. sæti border terrier C.I.B. ISCh Sólskinsgeisla Kvöld Rökkurdís Eigandi: Jónína Sif Eyþórsdóttir Ræktandi: Guðrún Hafberg skottstöðu og hreyfingar.“ Í 4. sæti var tíbet spaniel sem var fallegur rakki, af góðri tegundargerð og með frábærar hreyfingar. Líkt og hinir dómararnir var Fransesco hrifinn af hundunum í úrslitum sýningar og var ánægður með sigurvegara sýningarinnar. Unga fólkið frábært Að lokum vildi Fransesco minnast sérstaklega á hve heppin við værum með allt unga fólkið í hundaheiminum. „Ég var einnig með dómaranema í hring hjá mér um helgina sem lögðu mikinn metnað í nám sitt. Þetta segir manni að þið eigið bara eftir að vaxa enn meira og dafna.“ Honum fannst hins vegar miður að við þyrftum að leggja svo mikið á okkur til að flytja i