Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 45

hreyfði sig vel en sumir myndu ef til vill segja að hún gæti verið með betri vinkla að aftan en hreyfingarnar voru mjög góðar og hún var vel sýnd. Besti hundur sýningar, 2. sæti, weimaraner Sýnandinn vissi nákvæmlega hvernig hann átti að bera sig að.“ Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var fallegur rakki að sögn Kenneth. „Hann var af réttri stærð, ekki of lágfættur og með mjög góðan feld. Það eina sem ég get sett út á eru eyrun en þau mættu vera hærra sett. Annars var þetta fallegur hundur sem hreyfði sig vel.“ Whippet of stórir Af mjóhundunum í tegundahópi 10 dæmdi Kenneth whippet og saluki. Hann var nokkuð sáttur við whippet en sagði þó suma of stóra. „Mér fannst einnig vanta upp á dýptina í búknum og nokkrir voru með of beina topplínu. Ég var ánægður með bestu tík og besta rakka. Besti hundur tegundar var tík af góðri stærð og með fallegar línur.“ Aðeins þrír saluki voru skráðir til leiks. „Besti hundur tegundar var fallegur rauður rakki af góðri stærð. Hann var með fallegt höfuð, góðan feld og hreyfði sig vel. Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var „black and tan“ tík sem mér fannst mjög falleg en vantaði RW-13 C.I.E. ISShCh Trubon Cino Trounce Eigandi: Hulda Jónasdóttir Ræktandi: Miss S E Burton meiri fyllingu að framan og í kringum rifin og ég vona að hún eigi eftir að þroskast að framan.“ Falleg chinese crested-tík Kenneth dæmdi marga fallega hunda í tegundahópi 9 og voru sumar Besti hundur sýningar, 3. sæti, welsh corgi pembroke tegundirnar af miklum gæðum að hans mati. Honum fannst mikið til besta hunds tegundar í chinese crested koma. „Hún var mjög falleg, af réttri stærð, með frábæra húð sem var ekki rökuð og góðan kamb (e. crest). Hún hreyfði sig mjög vel og ég var virkilega ánægður með hana.“ Þess má geta að umrædd tík lenti í 2. sæti í tegundahópi 9. Í boston terrier tók Kenneth eftir því að sumir hverjir voru ekki með nógu góð bein og réttan búk. „Þeir eiga að vera stuttir og með hallandi topplínu. Sumir þeirra voru ekki þannig. Besti hundur tegundar var þó fallegur, stuttur á búkinn og með góðan haus.“ Papillon betri hér en í Svíþjóð Gæði papillon komu honum á óvart en hann sagði tegundina hér á landi af betri gæðum en í Svíþjóð, þar sem hann býr. „Mér fannst mjög gaman að dæma tegundina og dæmdi marga fallega hunda. Hér var stærðin í lagi, ISW-13 RW-13 ISCh Ryslip Celtic Tiger at Craigycor Eigandi: Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir Ræktandi: Mrs. Caty Elizabeth Cartlidge feldurinn réttur, margir með falleg eyru og góð skott þó sumir hefðu mátt vera með lengri skott með betri boga en skottin mega ekki vera sett of flöt við baklínuna.“ Besti hundur tegundar heillaði Kenneth en hún var af réttri stærð, með mjög gott skott og fallegar hreyfingar. Besti hundur sýningar, 4. sæti, toy poodle Allar tegundir griffon voru nokkuð góðar, að sögn Kenneth. „Nokkrir mættu þó vera stærri. Topplínan var almennt í lagi. Sumir þeirra ungu eiga enn þó nokkuð í land þegar kemur að þroska í höfuðgerð en svipurinn var réttur. Feldurinn var almennt góður og flestir hreyfðu sig vel. Ég var mjög hrifinn af besta hundi tegundar í petite brabancon sem var með fallegt höfuð og svip og af rétti stærð.“ Gæðin í maltese voru blönduð en Kenneth var mjög hrifinn af besta hundi tegundar sem var rakki úr meistaraflokki. „Mjög fallegur og vel byggður hundur með frábæran feld. Ég var líka ánægður með besta hund tegundar af gagnstæðu kyni sem var falleg tík sem hreyfði sig mjög vel. Hún er ekki enn komin með jafn mikinn feld og rakkinn en mér fannst áferð feldsins betri á henni.“ Hann sagðist hafa átt í erfiðleikum með að dæma suma hvolpanna enda voru þeir aðeins 5 mánaða gamlir. „Besti hvolpur tegundar var af sömu tegundargerð og bestu hundar tegundar og ég var mjög ánægður með hann.“ ISCh Lykkeh