Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 42

Hvolpasýningar HRFÍ Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Sú nýbreytni varð í sýningaheiminum síðasta sumar að hvolpasýning var haldin úti í blíðskaparveðri í Víðidal 23. júní. Skráðir voru til þátttöku 73 hvolpar af 25 tegundum. Dómarar voru Daníel Örn Hinriksson, Klara Á. Símonardóttir og Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem öll eru dómaranemar. Ásta María Guðbergsdóttir fékk þann heiður að dæma úrslit um besta hvolp sýningar í yngri og eldri flokki. Gaman er að segja frá því að Ásta María útskrifaðist sem dómari á síðasta ári. Hvolpasýningin í júní: Besti hvolpur sýningar í flokki 6-9 mánaða og besti hvolpur sýningar, risaschnauzer-rakkinn, Heljuheims Fenrir. Ljósm. Ragnhildur Gísladóttir. Besti hvolpur sýningar í flokki 4-6 mánaða var australian shepherd-rakkinn, Sólskinsgeisla Þengill Þrymur. Eigandi hans og ræktandi er Guðrún Hafberg. Hlutskarpastur í flokki 6-9 mánaða var risaschnauzer-rakkinn, Heljuheims Fenrir. Eigandi hans er Anna Gréta Sveinsdóttir og ræktandi Ragnhildur Gísladóttir. Valinn var besti hvolpur sýningar þar sem sigurvegararnir kepptu hvor á móti öðrum og bar Heljuheims Fenrir sigur úr býtum. Hvolpasýningin í júní: Besti hvolpur sýningar í flokki 4-6 mánaða, australian shepherd-rakkinn, Sólskinsgeisla Þengill Þrymur. Ljósm. Guðrún Hafberg. Eftir hvolpasýninguna í júní fannst mörgum tilefni til að hafa þær enn fleiri og var því önnur haldin þann 25. janúar síðastliðinn í Gæludýr.is á Korputorgi. Skráning á sýninguna var frábær en 121 hundur af 31 tegund var skráður til leiks. Dómarar voru Herdís Hallmarsdóttir, Sóley Halla Möller, Viktoría Jensdóttir og Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem voru allar dómaranemar þegar sýningin var haldin. Það kom í hlut þeirra Viktoríu og Sóleyjar Höllu að dæma úrslit í yngri og eldri flokki en þess má geta að þær útskrifaðust sem dómarar í febrúar síðastliðnum. Besti hvolpur sýningar í yngri flokki var labrador retrieverrakkinn, Leynigarðs Glaumur. Eigendur hans og ræktendur eru Guðlaug Gísladóttir og Sigrún R. Guðlaugardóttir. Sigurvegarinn í flokki 6-9 mánaða var boxer-rakkinn, Robinsteck Al Pacino. Eigendur hans eru Erna Hrefna Sveinsdóttir og Rakel Ósk Þrastardóttir. Ræktandi er Mrs. A.J. Robinson. Hvolpasýningin í janúar: Besti hvolpur sýningar í flokki 4-6 mánaða, labrador retriever-rakkinn, Leynigarðs Glaumur. Ljósm. Kristín Jóna Símonardóttir. Það má með sanni segja að þessari skemmtilegu nýbreytni var vel tekið af félagsmönnum HRFÍ og virðist vera komin til að vera. Næsta hvolpasýning verður haldin 27. júlí næstkomandi. 42 Hvolpasýningin í janúar: Besti hvolpur sýningar í flokki 6-9 mánaða, boxer-rakkinn, Robinsteck Al Pacino. Ljósm. Guðmundur Ívar Eggertsson.