Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 15

hvolpa geta ofverndað hvolpa sína og sýnt grimmd. Þetta á líka stundum við um tíkur sem í gervióléttu taka ástfóstri við tusku eða bangsa og vilja ekki leyfa neinum að koma nálægt. Þessar tíkur verja svo gervihvolpinn eins og um alvöru hvolp sé að ræða. Þetta ástand getur svo orðið verra með hverju skiptinu og skapað mikla streitu hjá tíkinni. Krabbamein og legbólga Eftir að tík hefur verið tekin úr sambandi er ekki lengur hætta á sjúkdómum eins og krabbameini eða sýkingum í eggjastokkum og legi. Legbólga er sýking í legi sem getur verið banvæn ef hún er ómeðhöndluð. Legbólga er algengari í eldri tíkum. Að meðaltali fá 25% frjórra tíka legbólgu fyrir tíu ára aldur. Einkenni sýkingarinnar geta verið; svefnhöfgi, þunglyndi, minnkandi matarlyst, þyngdartap, þorsti, útferð úr leggöngum, aukin þvaglát, niðurgangur, þaninn kviður, föl slímhúð í munnholi og bólgin augu. Ef tík er tekin úr sambandi fyrir fyrsta lóðarí (sem er umdeilanlegt) minnka líkurnar verulega á að hún fái krabbamein í júgurvef seinna á lífsleiðinni. Líkurnar á að tíkin fái þetta krabbamein aukast eftir því sem hún lóðar oftar. Meiri líkur eru á að hún þrói með sér þetta krabbamein ef hún fer í aðgerðina eftir tvö lóðatímabil. Líkurnar eru samt sem áður minni hjá þeim tíkum sem eru teknar úr sambandi fyrir tveggja og hálfs árs aldur. Helstu ókostir Þótt ófrjósemisaðgerð geti vissulega haft jákvæð áhrif þá er hún ekki hættulaus. Ef aðgerðin er framkvæmd of snemma getur það valdið vandamálum í tengslum við liðbönd, liðamót og bein. Þetta á sérstaklega við um stórar tegundir. Tík, sem tekin hefur verið úr sambandi, er hættara við þvagfærasýkingu, getur þróað með sér vanvirkan skjaldkirtil eða, ef aðgerðin er gerð áður en hún er fullvaxin, orðið hávaxnari en ella. Matarlyst eykst stundum en hægt er að fyrirbyggja þyngdaraukningu með hollu mataræði og nægri hreyfingu. Þó svo að tík sé rólegri en áður þýðir það ekki að hún þurfi ekki góða og mikla hreyfingu daglega. Með því að koma í veg fyrir að líkaminn framleiði kynhormón breytast efnaskiptin. Aðgerðin sjálf Aðgerðin er framkvæmd þannig að annað hvort eru eggjastokkar fjarlægðir eða allt legið frá leghálsinum. Eigandi þarf að vera meðvitaður um að öllum aðgerðum fylgir áhætta. Helsti ókostur er hve stór aðgerðin er með meðfylgjandi áhættu sem fylgir svæfingu. Aftur á móti er áhættan sem fylgir svæfingu og aðgerð ti