Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 14

Ófrjósemisaðgerðir á tíkum Höfundur: Þórunn Inga Gísladóttir Hvað er það sem fær hundaeigendur til að hugleiða það að leggja dýra og kannski áhættusama ófrjósemisaðgerð á tíkina sína? Ástæðurnar geta verið margvíslegar fyrir því að eigendur gæli við tilhugsunina um að láta taka tík úr sambandi. Sennilega láta margir eigendur stórra og kröftugra tíka hugann hvarfla að þessum möguleika á hápunkti lóðarís þegar tíkin þeirra reynir að strjúka í hvert skipti sem útidyrnar opnast og hver göngutúr er eins og reipitog við bjarndýr. Þetta er að sjálfsögðu ýkt dæmi og mjög misjafnt hvernig tíkur verða á lóðaríi. Það fer auðvitað eftir einstaklingum og svo skiptir stærðin miklu máli. En hverjir eru kostir og gallar slíkrar aðgerðar? Helstu kostir Helstu rök fyrir því að taka tík úr sambandi eru að þá eru lóðarí úr sögunni. Tíkur verða kynþroska sex til tólf mánaða gamlar. Á þeim tíma framleiðir líkaminn hormónið estrógen og æxlunarhringurinn fer af stað. Hringirnir eru oftast tveir á ári (fer eftir tegund og stærð). Tíminn, frá byrjun blæðinga til lok lóðarís, er um þrjár til fjórar vikur. Óróleiki getur gert vart við sig allt að tveimur til fjórum vikum fyrir blæðingar. Blæðingar standa í um það bil tíu daga. Síðan tekur við egglos-tímabilið. Þessa frjóu daga þarf að gæta tíkarinnar mjög vel, aldrei má líta af henni úti og ekki sleppa henni lausri þar sem aðrir hundar geta verið. Þetta er auðvitað mismunandi eftir einstaklingum en þó að tíkin sjálf strjúki ekki á þessu tímabili gerist það oft að rakkar komast inn í lokaða garða þar sem lóðatíkur eru. Strok er í sjálfu sér mjög áhættusamt. Mikil hætta er á að tík, sem æðir út á lóðaríi, verði fyrir bíl eða týnist í lengri tíma. Því fylgir mikill kostnaður að leysa út hund sem hefur verið fangaður af hundaeftirlitsmanni. Slysagot Mikill kostur er að losna við hættuna á slysagoti. Ekki er lengur hætta á að tíkin sleppi út og verði hvolpafull með hvaða rakka sem er. Það getur verið erfitt að koma slysahvolpum fyrir á heimili. Gotum fylgir mikill kostnaður og það þarf mikla natni og tíma í að hugsa um tíkina og hvolpana. Það er ekki síður kostnaðarsamt að eyða fóstrum ef tík verður hvolpafull fyrir slysni. Kostnaðurinn getur hlaupið á tugum þúsunda ef um stóra tík er að ræða. Í sumum tilfellum getur ófrjósemisaðgerð minnkað árásarhneigð tíka gagnvart öðrum tíkum. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að allir geti leikið saman í sátt og samlyndi. Ljósm. Ágúst Ágústsson. Lóðaríinu fylgir líka streita hjá tíkinni. Hún merkir með þvagi til að draga til sín rakka og sumar tíkur geta verið sérstaklega Annar streituvaldandi fylgisfiskur lóðarís er svokölluð gerviólétta. árásargjarnar tímabili. Gerviólétta, sem skapast af hormónaójafnvægi, getur farið af Árásarhneigð af þessum toga getur því verið úr sögunni eftir stað eftir að lóðaríi lýkur. Tík, sem verður gerviólétt, getur farið ófrjósemisaðgerðina. 14 Gerviólétta að framleiða mjólk, misst matarlyst og orðið skapmikil. Tíkur með gagnvart öðrum tíkum á þessu