Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 13

sér margfalt til baka. Betri félaga er ekki hægt að hugsa sér ef þörfum hans er mætt. Öflugur, kátur og vinnuglaður eru þau orð sem lýsa tegundinni best. Útlit Enskur springer spaniel hefur verið ræktaður í tvenns konar línum, annars vegar vinnuhundalínum, þar sem fyrst og fremst er horft á vinnueiginleika hundanna og hins vegar línum þar sem leitast er við að uppfylla staðlað útlit, hreyfingar og ákveðið geðslag tegundarinnar, svokallaðan „standard“ eða ræktunarmarkmið. Liturinn getur verið svartur og hvítur eða lifrarbrúnn og hvítur. Einnig geta þessir litir verið með ljósbrúnum lit við kjamma, augu og eyru eða svokölluðum „tan markings“. Dröfnur á fótum og höfði eru mjög algengar en þó hafa amerískir ræktendur leitast við að rækta þær í burtu. Gott samræmi á að vera í byggingu tegundarinnar. Springerinn Ensku springer spaniel-hundarnir, Lotta, Klaki og Lokkur í eigu Eddu Sigurðsson. er sterklegur hundur, um það bil 50 cm á hæð á herðarkamb og rúm 20 kg á þyngd. Búkurinn á hvorki að vera of langur né of stuttur, rifjaboginn skal vera vel hvelfdur, brjóstkassinn djúpur og á hann að vera með sterka, beinagóða fætur með þéttum loppum. Höfuðkúpan á að vera meðallöng með mjúkum SEU(u)Ch PLCh SEV-07 Wongan Kadenza (Lleyton). Eigandi Barecho kennel í Svíþjóð. rúnuðum línum, stoppið á að vera gott og trýnið skal vera jafn langt höfuðkúpunni. Eyrun eiga að vera lágt sett, í línu við augun og falla vel að höfðinu. Augun eiga að vera dökk, möndlulaga og blíðleg. Feldurinn skal vera sléttur með lengri hárum á eyrum, aftan á fótum, á hálsi og undir búknum. Tegundin á að sýna glaðan og opinn karakter og er öll árásarhneigð eða feimni óæskileg. Umhirða Feldinn á enskum springer spaniel þarf að bursta reglulega og klippa hár frá eyrnagöngum til að forðast eyrnabólgur. Gott er að snyrta Spaniel-hundar áður fyrr. Mynd fengin að láni frá breska spanielklúbbnum. fætur og klippa klær reglulega. Ef ætlunin er að sýna hundinn á hundasýningum þarf hann að fara í snyrtingu til hundasnyrtis, sem kann sitt fag, til að ná fram því besta í byggingu hundsins. Sumir kjósa að raka feldinn á hundunum alveg snöggan og er þá feldhirðan leikur einn. Þó verður að viðurkennast að fallega snyrtur springer er mun glæsilegri en niðurrakaður enda eru eyrun og fjaðrirnar talin til aðalsmerkja tegundarinnar. Gæta þarf þess vel að halda eyrum þurrum og hreinum eins og hjá öllum þeim tegundum sem hafa lafandi eyru. Enskur springer spaniel á Íslandi Fyrir nokkrum árum var springerinn afar vinsæl tegund hér á landi en í dag eru örfáir hundar eftir og ekki fyrirséð að þeim fjölgi nema einhverjir áhugasamir flytji inn góð dýr til ræktunar. Hver ástæðan er veit ég ekki en vonandi á enskum springer spaniel eftir að fjölga um Forvitnin er aldrei langt undan. ókomna framtíð svo fleiri geti notið samvista við þessa góðu félaga. 13