Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 68

DEILDARFRÉTTIR fyrir vel unnin störf starfsárið 2013-2014. Jóhanna Líf Halldórsdóttir og Hafdís Jóna Þórarinsdóttir voru kosnar inn til tveggja ára, Theodóra Róbertsdóttir var kosin inn til eins árs ásamt Ernu sem bauð sig aftur fram. Stjórnina árið 2014-2015 skipa því: Theodóra Róbertsdóttir, formaður, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Hafdís Jóna Þórarinsdóttir, Hilda Björk Friðriksdóttir og Jóhanna Líf Halldórsdóttir. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu deildarinnar. Opinn fundur Unglingadeildar Opinn skipulagsfundur Unglingadeildar var haldinn 10. febrúar sl. á skrifstofu HRFÍ. Krakkar úr deildinni og foreldrar þeirra mættu og var árið skipulagt lauslega og farið yfir mikilvæg mál. Við þökkum frábærar undirtektir á þessum fundi og stefnum á að hafa fleiri. Febrúarsýning HRFÍ Sjoppan Keppni ungra sýnenda var haldin 21. febrúar sl. á febrúarsýningu HRFÍ sem haldin var í Klettagörðum 6. Skráð voru 30 ungmenni og dómari að þessu sinni var Rakel Ósk Þrastardóttir. Unglingadeildin hefur verið með sjoppu á sýningunum síðustu tvö ár og nú í febrúar með góðum hagnaði og viðtökum. Við höfum náð að halda þessari sjoppu gangandi með aðstoð foreldra og krakka innan deildarinnar. Sjoppan er stærsta fjáröflunin hjá Unglingadeildinni ásamt sýningarþjálfuninni okkar sem við höfum verið að bæta í gegnum árin. Við erum með sýningarþjálfanir fyrir allar sýningar og auglýsum þær bæði á Facebook og á heimasíðunni okkar líkt og alla aðra viðburði deildarinnar. Unglingadeildin hefur boðið þeim krökkum sem eru að vinna við sjoppuna í spila- og pizzakvöld eftir sýningar. Yngri flokkur: 1. sæti – Agatha Elín Steinþórsdóttir með chow chow með 40 stig 2. sæti – Stefanía Stella Baldursdóttir með pug með 30 stig 3. sæti – Brynjar Ari Magnússon með íslenskan fjárhund með 20 stig 4. sæti – Védís Huld Sigurðardóttir með australian shepherd með 10 stig Eldri flokkur: 1. sæti – Margrét Hauksdóttir með afghan hound með 40 stig 2. sæti – Helga Þöll Guðjónsdóttir með snögghærðan vorsteh með 30 stig 3. sæti – Ingunn Birta Ómarsdóttir með australian shepherd með 20 stig Stjórn Unglingadeildarinnar vill þakka þeim sem komu að sjoppunni og hjálpuðu kærlega fyrir! Stuðningsaðilar Unglingadeild HRFÍ vill þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn í starfi okkar: Dekurdýr, Gæludýr.is, Jói Fel, Kökuhornið, Nói Siríus, Pedigree, Royal Canin, Soffía í Dýrheimum og Ölgerðin. 4. sæti – Hilda Björk Friðriksdóttir með standard schnauzer með 10 stig F.h. Unglingadeildar HRFÍ, Erna Sigríður Ómarsdóttir. www.unglingadeild.weebly.com Hundaræktarfélag Íslands Síðumúla 15, 108 Reykjavík Opnunartími skrifstofu: Alla virka daga frá kl. 10 - 15 S: 588-5255 [email protected] www.hrfi.is 68