Sumarstarf Halastjörnunnar er fyrir börn fædd 2008-2011 og verður til húsa í Stjörnuhæð og Hvíta Húsinu.
Sumarfrístund er opin frá 11. júní til 20. ágúst, utan 16. júlí til 06. ágúst, þegar lokað verður vegna sumarleyfa starfsmanna. Á næstu síðum eru upplýsingar um þema fyrir allar vikurnar í sumar.
Dagskrá Frostheima í Vesturbænum er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn og er með fjölbreyttara og meira krefjandi sniði en dagskráin fyrir yngri aldurshópinn. Börnum í 3. og 4. bekk í Miðborg Hlíðum stendur til boða að nýta þjónustu Frostheima á sumrin, en einnig geta þau sótt þjónustu í sínu vanalega frístundaheimili í sumar.