Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 9

mikla hræðslu eða með Beech ef hann sýnir merki um yfirráðasemi og grimmd. Gott er að blanda Rock Water við Oak ef hundurinn er mjög vanafastur og gengur á sjálfan sig vegna þess. Ef hundurinn verður uppgefinn vegna hegðunar sinnar má blanda Rock Water við Olivedropana og við Walnut ef auka þarf aðlögunarhæfni, til dæmis vegna breytinga á lífsháttum. Scleranthus Þessir dropar virka á ófyrirsjáanleika og ójafnvægi og koma á stöðugleika og jafnvægi. »» Fyrir hunda sem eru með ófyrirsjáanlegt skapferli, stundum lýst af eigendum sínum sem „geðklofa“. Geðslag þeirra sveiflast öfganna á milli. Stundum öruggir en í annan tíma feimnir. Stundum mannelskir en stundum árásargjarnir, hlýðnir einn daginn en óhlýðnir þann næsta. Borða yfir sig en vilja svo ekkert borða. »» Fyrir hunda sem eru lengi að ákveða hvar þeir eigi að leggjast. Þeir vafra um og máta hina og þessa staðina áður en þeir ákveða að leggjast niður og hvílast. »» Fyrir hunda sem þjást af sjúkdómi sem er óútskýrður og með mismunandi einkenni, til dæmis stundum harðlífi og stundum niðurgangur. Hundurinn vill engan mat eða óendanlega mikinn mat. Einkenni sem stundum hverfa en koma svo aftur. Heilsan er ýmist góð eða slæm, hún sveiflast öfganna á milli. »» Fyrir hunda sem virðast vera áttavilltir eða ruglaðir og reika um stefnulausir. »» Fyrir hunda sem virðast fá störu, sjá ofsjónir eða heyra ofheyrnir. Gelta út í loftið að einhverju sem enginn sér eða heyrir til. Þeir geta líka sleikt sig eða nagað af áfkafa. »» Fyrir hunda sem eru með vandamál í innra eyra og þjást af jafnvægisleysi. »» Fyrir hunda sem eru bílveikir.