Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 50

Deildafréttir tíkunum sínum og eigendur undaneldishunda verða að vera með gild augnvottorð þegar parað er og má vottorðið ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun (sjá reglur um undaneldi á heimasíðu HRFÍ). Ræktun Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum sýningum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun. Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum ræktunarstjórnar um val á undaneldishundum skal senda skriflega beiðni til stjórnar að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir áætlað lóðarí tíkar til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Heimasíðan okkar er undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur. Slóðin er tibetspaniel.weebly.com Deildin heldur líka úti Facebook-síðu með fréttum og tilkynningum undir nafninu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ.- Tibetan spaniel in Iceland“. Tölvupóstur er sendur til allra sem eru á póstlistanum okkar um þær uppákomur og tilkynningar sem deildin stendur fyrir. Endilega látið okkur vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur og einnig ef breytingar verða á netfangi. Endilega fylgist með síðunum okkar, þar er allt sett inn um starf deildarinnar og uppákomur, eins og göngur og fleira ásamt upplýsingum um tegundina. Með bestu kveðju til ykkar allra, bæði tví-og fjórfættra. Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest í haust og vetur á uppákomum félagsins og deildarinnar. F.h. stjó