Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 39

hatt, staf, í stórum jakka, með mikið hár, aðrir eru stórir eða litlir, sumir eru með djúpa rödd, aðrir skræka og svo mætti lengi telja. Dómarar nálgast líka hunda á misjafnan hátt. Sumir nálgast hunda varfærnislega á meðan aðrir tvínóna ekkert við hlutina og byrja strax að skoða. Hundarnir þurfa að vera vanir ÖLLUM þessum gerðum dómara og þess vegna er mikilvægt að fá alls kyns fólk til þess að skoða þá. Ekki er nóg að þjálfa hundinn einan í lokuðu rými heldur er nauðsynlegt að vera í kringum aðra hunda. Góður sýnandi veit nákvæmlega hvaða þætti þarf að þjálfa betur en aðra. Sem dæmi má nefna að hundur getur verið óöruggur í kringum aðra hunda, varkár gagnvart karleða kvendómurum, hræddur við tónlist og klapp og svo mætti lengi telja. Ávallt þarf að vega og meta aðstæður hverju sinni. Sumir hundar þarfnast lítillar þjálfunar en hjá öðrum má aldrei slaka á í þjálfun. Skilningur á líkamsbyggingu og hreyfingum Góður sýnandi hefur góðan skilning á tegundarlýsingu þeirrar tegundar sem hann sýnir hverju sinni ásamt þekkingu á byggingu og hreyfingum hunda almennt. Schäfer og labrador retriever eru hundar sem teljast til fremur stórra tegunda. Þeir eiga að geta hreyft sig á auðveldan, heilbrigðan hátt. Þrátt fyrir það eru þessar tvær tegundir sýndar á gjörólíkum hraða og á ólíkan hátt. Þessi atriði þarf alltaf að hafa í huga. Þó að hundur geti sýnt hreyfingar á mjög miklum hraða þýðir það ekki endilega að hann hreyfi sig best á slíkum hraða. Til eru fjölmargar tegundir hunda sem ná mikilli ferð en eiga að vera sýndar á miðlungshraða. Í þessu samhengi má nefna whippet. Auðvelt er að falla í þá freistni að sýna hunda eins og whippet á miklum hraða. Sumir gera sér ekki grein fyrir að stundum á það við að því hraðar sem hundurinn fer, því minni skref tekur hann. Til þess að hundurinn sýni sem bestar hreyfingar er mikilvægt að finna þann hraða sem hentar. Mismunandi er eftir tegundum hvaða tegundareinkenni eru mikilvægust. Hjá sumum tegundum eru höfuð og eyrnastaða mikilvægust, hjá öðrum eru hreyfingar aðalatriðið og hjá enn öðrum er mest áhersla lögð á feldgerð. Góður sýnandi hefur þetta ávallt að leiðarljósi og leitast við að koma þessum þáttum á framfæri. Allir hundar hafa sína kosti og galla þegar kemur að líkamsbyggingu og hreyfingum. Góður sýnandi þekkir kosti og galla þess hunds sem hann sýnir hverju sinni og reynir að ná fram kostunum og fela gallana. Með kunnáttu og þekkingu á líkamsbyggingu og hreyfingum hunda er þetta mögulegt. Góður sýnandi reynir eftir fremsta megni að láta galla hundsins aldrei sjást inni í hring. Fyrir sýningu Áður en hundur er skráður á sýningu þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1) Er hundurinn í góðu líkamlegu formi? 2) Er hann andlega tilbúinn? 3) Er tími til að sinna honum á þann hátt sem nauðsynlegt er fram að sýningu (þjálfun, hreyfing, mataræði o.s.frv.)? Það er ekki nóg að átta sig á því, viku fyrir sýningu, að hundurinn sé of feitur eða of grannur, að hann sé óöruggur í einhverjum aðstæðum og svo mætti lengi telja. Það gerir hundinum ekki gott að fá eina þurrfóðurskúlu á dag, í vikunni fyrir sýningu, í örvæntingarfullri tilraun til að ná af honum nokkrum grömmum. Alltaf á að hugsa um hundinn eins og framúrskarandi íþróttamann. Hann á að vera í góðu líkamlegu og andlegu ástandi, með vöðva, vel fylltur, á góðu mataræði, hamingjusamur, óhræddur og glaður. Þetta er eitthvað sem góður sýnandi er ávallt meðvitaður um. Ef hann á ekki hundinn sjálfur gerir hann eigendum hans grein fyrir þessum mikilvægu þáttum. Það er þó ekki nóg að hundurinn sé í góðu líkamlegu ástandi. Ef ætlunin er að sýna kraftmikinn hund sem þarf að hlaupa með þarf sýnandinn að vera í líkamlegu ástandi til þess. Sumir dómarar ætlast til þess að sýnendur geti hlaupið hring eftir hring með hundana og þá stoðar lítið að gefast upp eftir einn til tvo hringi. Á sýningunni Þegar á sýningarsvæðið er komið er sýnandinn fullkomlega einbeittur að verkefninu, hundinum sem hann er að fara að sýna. Hann mætir með Góður sýnandi veit að þjálfun hundsins á að vera skemmtileg og jákvæð. Það sama á við um reynslu hundsins inni í sýningarhring. Á myndinni eru sýnandinn, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir og íslenski fjárhundurinn, ISCh RW-14 Arnarstaða Nagli. Ljósm. Ágúst Ágústsson. Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 · 39