Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 36

dómaraefni langt komin í námi sínu og nokkrir útskrifaðir sem er mjög jákvætt fyrir framtíðina. Svo eigið þið marga hæfileikaríka unga sýnendur þannig að framtíðin er björt.” Schnauzer af miklum gæðum Besti öldungur sýningar C.I.B. ISCh Anyka Bootylicious Babe Siberian husky Eigendur: Örn Eiríksson & Stefán Arnarson Ræktandi: Mrs S Baker Yolanda Berdugo frá Ísrael kvaðst ánægð með skipulag sýningarinnar og sagðist hafa dæmt marga fallega hunda. Hún var sérstaklega ánægð með schnauzer í heild. ,,Auðvitað voru ekki allir framúrskarandi en ég gaf flestum ,,excellent” enda var tegundin í heild af mjög miklum gæðum.” Hún sagðist hafa séð marga fallega hunda í tegundahópi 9 þó hún hefði ekki dæmt margar tegundir innan þess hóps. Einnig nefndi hún siberian husky sem hún sagði af miklum gæðum miðað við þá sem hún sá í úrslitum sýningar. Öldungarnir í góðu ástandi Yolanda dæmdi úrslit í tegundahópi 5 þar sem alaskan malamute var hlutskarpastur og var hún mjög hrifin af honum. Einnig dæmdi hún úrslit um besta öldung sýningar. ,,Ég hefði getað valið mun fleiri en þessa fjóra sem urðu í verðlaunasætum. Þeir voru margir hverjir í frábæru líkamlegu ástandi. Mér finnst alltaf gaman að dæma öldunga og það er svo ánægjulegt þegar fólk á hunda á þessum aldri.” Yolanda sagði almenn gæði hundanna á Íslandi mjög mikil. ,,Það er svo mikil synd að hundarnir þurfi að fara í einangrun. Ég er viss um að þið gætuð gert enn betur í ræktun ef tækifærin væru fleiri. Þið gætuð farið til útlanda og sýnt hundana ykkar og fólk myndi án efa koma til Íslands og sýna hundana sína hér, enda mjög vel skipulagðar sýningar og fólkið vingjarnlegt.” Að lokum sagðist hún vona að við héldum áfram á þessari braut. ,,Ég vona að einangruninni verði aflétt. Þið þurfið alltaf nýtt blóð og mun auðveldara er að nálgast það þegar einangrunin er ekki lengur til staðar. Hér er allt í hæsta gæðaflokki.” Cavalier-hvolpurinn heillaði Ungir sýnendur – yngri flokkur – 1. sæti Védís Huld Sigurðardóttir með australian shepherd Jussi Liimatainen frá Finnlandi hrósaði starfsfólki í hástert sem og flæði sýningarinnar og sagði sýnendur mjög vingjarnlega. Hann dæmdi nokkrar tegundir í tegundahópi 9 og minntist á fallega pug-hunda sem og cavalier king charles spaniel sem hann dæmdi. „Cavalier-hvolpurinn, sem varð besti hvolpur dagsins, var algjörlega frábær! Ég veit að ég á ekki að bera saman hvolpa og fullorðna hunda en hann var klárlega besti cavalierinn af öllum og á svo sannarlega bjarta framtíð.” Tíbet spaniel og papillon báru af Hann dæmdi úrslit í tegundahópi 9 og var mjög hrifinn af öllum hundunum sem urðu í verðlaunasætum en einnig voru aðrir sem heilluðu hann. ,,Tíbet spaniel-tíkin var svo falleg. Hún hreyfði sig frábærlega og ég hafði mikla ánægju af því að gefa henni 1. sætið þar sem tegundin sigrar ekki oft í tegundahópnum. Ég sýndi tíbet spaniel-hunda á árum áður og tegundin er mér því kær. Í 2. sæti var mjög falleg papillon-tík af frábærri tegundargerð, í góðum hlutföllum og með fallegar hreyfingar. Mér fannst þessar tvær standa upp úr.” Það var honum mikill heiður að dæma íslenska fjárhundinn og var hann ánægður með fjöldann sem var sýndur. ,,Mér fannst mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að dæma hann hér á Íslandi. Ég hef dæmt tegundina í Finnlandi og öðrum löndum en þetta var alveg sérstakt.” Afghan hound kom á óvart Ungir sýnendur – eldri flokkur – 1. sæti Hafdís Jóna Þórarinsdóttir með shetland sheepdog Sú tegund sem kom honum mest á óvart var afghan hound en gæðin tegundarinnar voru mjög mikil. ,,Í mörgum löndum eru gæði hundanna mjög blönduð en hér á Íslandi voru allir mjög fallegir. Ég gaf öllum ,,excellent” og